Deila þessari síðu
Steiktar kleinur eru lostæti með kaldri mjólk eða kaffibollanum. Mörg eigum við minningar um kleinudallinn hjá ömmu sem var endalaus uppspretta af bragðgóðum kleinum. Hér er uppskrift sem var að finna í handskrifaðri uppskriftabók ömmu einnar í Kópavogi.
Hráefni
- 1 kg hveiti
- 190 g sykur
- 120 g smjör
- 2 tsk. hjartasalt
- 1 bolli súrmjólk
- 5 tsk. lyftiduft
- 3 egg (ef eggjunum er sleppt, fyrir þá sem eru með eggjaofnæmi, passar að nota 1 pela af rjóma í staðinn fyrir eggin).
- u.þ.b. 1 peli mjólk (250 ml)
- 1 tsk. kardimommudropar
-
Angus nautahakk frá Stóra-Ármóti – 5 pakkar8.475 kr.
-
Hrossabjúgu frá Hellu – 2 stk.4.210 kr.
-
Angusgúllas frá Litla-Ármóti, 3 pk x 500 g5.970 kr.
Aðferð
Smjör er brætt í potti, sykri hrært saman við og síðan eggjum.
Mestallt hveitið og lyftiduftið er sett í stóra skál (má nota hrærivél). Hjartasaltinu er hrært saman við súrmjólkina. Öllu blandað saman við hveitið og hrært, mjólk bætt við eftir þörfum og kardimommudropum.
Að lokum er deigið hnoðað á borði upp í afganginn af hveitinu. Lítill deigbiti er flattur út í einu, skorinn í tígla með kleinujárni og snúið.
Kleinurnar eru steiktar upp úr steikingarfeiti (100% plöntufeiti) á snörpum hita. Farið varlega og passið ykkur á heitri feitinni. Leggið hverja kleinu alltaf frá ykkur ofan í olíuna, eina í einu. Setjið ekki of margar kleinur ofan í pottinn. Veltið kleinunum aðeins með gataspaða á meðan steikingu stendur.
Kleinurnar veiddar upp með gataspaða þegar þær hafa tekið lit og látnar hvíla á smjörpappír og kólna.
Ef eggjunum er sleppt, fyrir þá sem eru með eggjaofnæmi, passar að nota 1 pela af rjóma í staðinn fyrir eggin.
Við á Matlandi mælum með því að borða kleinurnar með ískaldri Hreppamjólk.
-
Grænmeti í áskriftFrá: 4.995 kr. / á mánuði
-
Reykt ýsa – roðlaus í bitum – 1 kg4.170 kr.
-
Litlir pakkar af angushakki frá Stóra-Ármóti – 5 x 300 g5.235 kr.