Deila þessari síðu
Matreiðslumeistarinn Jón K.B. Sigfússon er maðurinn á bak við flesta fínu réttina sem Friðheimar hafa boðið upp á í áranna rás. Hann á það til að deila myndum úr tilraunaeldhúsinu og gaf Matlandi góðfúslegt leyfi til að birta nokkrar uppskriftir. Eins og sönnum listamanni sæmir skrifar hann fyrirmælin á blaðsnifsi og stundum fylgja teikningar með.
-
Flögusalt frá Saltverki1.295 kr.
Hér býður Jón upp á lúðusúpu sem er bæði holl og bragðgóð. En fólk verður að hafa frelsi til að aðlaga súpuna að eigin sérvisku og þess vegna eru mælieiningarnar ekki meitlaðar í stein.
Hráefni – fyrir tvo
- 150 g smálúða
- Ólífuolía
- 1 stk. saxaður rauðlaukur
- 3 stk. sneiddar gulrætur
- 3 kartöflur, saxaðar
- 3 þroskaðir tómatar, skornir í teninga
- Svartur pipar
- 2 teningar kjúklingakraftur
- Vatn
- Rjómi
- Rjómaostur með svörtum pipar
- Söxuð basilika
- Karrý eftir smekk
Aðferð
Léttsteikið grænmetið í ólífuolíunni. Allt soðið saman þar til mjúkt. Lúðubitum bætt út í og látið krauma um stund.
-
Reykt ýsa – roðlaus í bitum – 1 kg4.170 kr.
-
Flögusalt frá Saltverki1.295 kr.
-
Blóðbergssalt frá Saltverki1.345 kr.
-
Birkireykt salt frá Saltverki1.345 kr.