Deila þessari síðu
Rabarbari vex víða og um að gera að nýta það sem landið gefur. Hver man ekki gamla góða rabarbaragrautinn sem var bísna oft á borðum landsmanna á árum áður? Förum nokkra áratugi aftur í tímann og búum til rabarbaragraut með gamla laginu. Uppskriftin hér fyrir neðan er fengin frá Leiðbeiningamiðstöð heimilanna. Einfalt og fljótlegt – ekki verra að hafa rjómalögg við hendina til að setja út á grautinn!
-
Grænmeti í áskriftFrá: 5.320 kr. / á mánuði
Hráefni
500 g rabarbari, má vera frosinn
9 dl vatn
250 g sykur
Örlítið salt
Vanilla ef vill
40 g kartöflumjöl + 1 dl kalt vatn
Aðferð
Rabarbarinn þveginn og brytjaður fremur smátt. Soðinn í vatninu þangað til hann verður mjúkur.
Sykurinn settur saman við ásamt örlitlu af salti og vanillusykri ef vill.
Látinn sjóða aftur og potturinn tekinn af hellunni og jafnað með kartöflumjöli hrærðu út í vatni.
Borinn fram með mjólk eða rjóma.
-
Grænmeti í áskriftFrá: 5.320 kr. / á mánuði
-
Product on saleSaltað hrossakjöt frá Hellu – frosið2.202 kr. – 2.473 kr.
-
Nautagúllas af Angus frá Stóra-Ármóti – 3 x 500 g5.985 kr.
-
Grillpakki #1 – Hamborgarar, nautakjöt og pylsur13.490 kr.