Deila þessari síðu
Svínakótelettur eru ljúffengar og safaríkar ef þær eru eldaðar rétt. Hér er uppskrift úr fórum Bjarna Gunnars Kristinssonar matreiðslumeistara. Skyrbernaise-sósan er einstakt leynivopn sem við hvetjum lesendur til að prófa.
-
Grænmeti í áskrift –Frá: 4.995 kr. / á mánuði
Hráefni
800-1000 g svínakótelettur (4 stk.)
Kryddlögur
- 100 ml maltöl
- 50 ml Sweet soja sósa
- 30 ml sesamolía
- 1 stk. kjarnhreinsaður eldpipar (chili)
- safi og börkur af ½ lime
- nokkur lauf kóríander
Aðferð
Blandið öllu í kryddlöginn og hellið yfir svínakóteletturmar. Látið kjötið liggja í leginum í a.m.k. 10-15 mínútur fyrir eldun.
Steikið á pönnu eða grillið þar til svínakóteletturnar eru bleikar (um 2-3 mínútur á hvorri hlið).
Kryddið til með salti og pipar eftir smekk.
Skyrbernaise
Hráefni
- 2 stk. eggjarauður
- 1 msk Dijonsinnep
- 100 ml góð bragðlítil olía
- 250 ml skyr
- 2 tsk. bernaise-bragðefni eða 2 msk hvítvínsedik
- safi úr 1 sítrónu
- 1stk. saxað hvítlauksrif
- salt og pipar
- 1tsk þurrkað fáfnisgras (estragon)
- nokkur lauf ferskt fáfnisgras
Hrærið eggjarauður í hrærivél með sinnepinu og bætið olíunni við í mjórri bunu. Setjið skyrið út í og kryddið til með restinni af bragðefnunum. Geymið í kæli.
Uppskrift: Eldum íslenskt / Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari
-
Grænmeti í áskrift –Frá: 4.995 kr. / á mánuði