
Uxakjöt frá Reykjahlíð
Bændurnir Ingvar Hersir Sveinsson og Melissa Line eru kúabændur í Reykjahlíð á Skeiðum. Þau framleiða uxakjöt sem þykir mjög meyrt og vel fitusprengt þar sem vaxtarhraði er hægari en í hefðbundnu nautaeldi.
Gripirnir í Reykjahlíð fá einungis heimaræktað hey og bygg ásamt óerfðabreyttu kjarnfóðri án pálmafitu. Allt heimaræktað fóður er framleitt án eitur-og varnarefna.
Engin vara fannst sem passar við valið.