Lýsing
Fjórar tegundir í boði
Búkona framleiðir fjórar tegundir af kaldpressaðri jómfrúarolíu í samstarfi við spænska fjölskyldufyrirtækið Aceites Clemen s.l. Framleiðslan fer fram í einu þekktasta landbúnaðarhéraði Spánar, Extremadura, og koma ólífurnar beint frá bændum í nágrenninu.
Margrét Jónsdóttir rektor á Bifröst hefur um árabil rekið fyrirtækið Mundo. Hún tók upp á því við samstarfsfólk sitt að flytja inn olífuolíur frá Spáni undir merkinu “Búkona”. Margrét er fyrrum vararæðismaður Spánar og formaður spænsk-íslenska viðskiptaráðsins auk þess sem hún lauk doktorsprófi í spænsku máli og bókmenntum. Starf og áherslur Mundo hafa því ætíð verið undiráhrifum spænskrar menningar og matarvenja.
Ólífuolíuna flytur Mundo milliliðalaust til Íslands frá Clemen.
Meðfylgjandi myndir eru frá Extremadura þaðan sem Búkonuolíurnar eiga rætur sínar að rekja.
Myndir / Margrét Jónsdóttir
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.