Lýsing
Fiskikryddið frá Mabrúka inniheldur hágæða hráefni frá Túnis. Öll hráefnin í kryddinu eru handtínd, skoðuð og hreinsuð og síðan möluð samkvæmt gömlum hefðum. Alls eru 40 g af kryddi í hverjum pappírspoka.
„Ég er búin að prófa allskonar íslenskan fisk og ýmis krydd til að finna hvaða uppskift fer vel með honum. Ef þú ert að leita að krydduppskrift fyrir lax, bleikju, þorsk, og fleira þá er þessi uppskrift frá Mabrúka algerlega frábær. Hún er einföld, skýr og 100% hrein. Í henni er 20% handtínt zaatar, 10% ferskur svartur pipar, 20% náttúrulegt óunnið salt, 20% sítróna, 20% tabel blanda og 10% mynta. Sítrónubörkurinn er skorinn niður og þurrkaður undir sólinni við Miðjarðarhafið við 25-35 stiga hita. Það þarf að passa vel að börkurinn þurrkist rétt, ekki of lítið og brenni heldur ekki. Þess vegna er mamma búin að passa sérstaklega vel upp á hann. Tabel er sérstakt túniskt krydd. Það er blanda af kóríanderfræjum, kúmenfræjum, salti, myntu, fjólubláum hvítlauk og smá broddkúmeni.“ Safa Jemai.
Stofnandi og aðaleigandi Mabrúka heitir Safa Jemai og er frá Túnis. Hún flutti til Íslands árið 2018 til að stunda nám við Háskóla Íslands en ákvað að hefja innflutning á kryddum frá sínu heimalandi því hún saknaði ferska bragðsins af kryddunum í Túnis. Safa stofnaði Mabrúka með móður sinni, sem býr í Túnis, og framleiðir kryddin heima hjá sér frá grunni.
Mæðgurnar Mabruka og Safa í Túnis.
Þurrkaður sítrónubörkur mulinn í morteli.
Varan
Innihald: 20% handtínt zaatar, 10% ferskur svartur pipar, 20% náttúrulegt óunnið salt, 20% handþurrkaður sítrónubörkur, 20% tabel-blanda og 10% mynta.
Þyngd: 40 g
Framleiðsluland: Túnis. Vörunni er pakkað í Túnis og send til Íslands.