Skip to content Skip to footer
-20%

Grænkerapakkinn frá Mabrúka

Original price was: 9.950 kr..Current price is: 7.990 kr..

Hágæða handgerð krydd frá Túnis, framleidd við Miðjarðarhafið.

Grænkerapakkinn inniheldur fimm krydd sem enginn getur verið án þegar hann heldar grænkeramat. Í pakkanum er grænmetisblanda, hvítlauksduft, salt & pipar, sítrónublanda og broddkúmen.

Matland sendir þér kryddin frá Mabrúka gegn vægu gjaldi eða þú sækir til Matlands á Hrísateig 47 í Reykjavík daginn eftir að pöntun er gerð eða samdægurs ef pantað er fyrir hádegi. Sendingar út fyrir höfuðborgarsvæðið fara með Samskipum á afgreiðslur um allt land.

Flokkur: Vörunúmer:18786

Lýsing

Grænkerapakkinn inniheldur:

  • Grænmetisblanda – 40 g
  • Hvítlauksduft – 40 g
  • Salt & pipar – 40 g
  • Sítrónublanda – 40 g
  • Kúmen – 40 g

Öll hráefnin í kryddunum frá Mabrúka eru handtínd, skoðuð og hreinsuð og síðan möluð samkvæmt gömlum hefðum. Alls eru 40 g af kryddi í hverjum pappírspoka og er grænkerapakkinn því 200 g í heildina.

Stofnandi og aðaleigandi Mabrúka heitir Safa Jemai og er frá Túnis. Hún flutti til Íslands árið 2018 til að stunda nám við Háskóla Íslands en ákvað að hefja innflutning á kryddum frá sínu heimalandi því hún saknaði ferska bragðsins af kryddunum í Túnis. Safa stofnaði Mabrúka með móður sinni, sem býr í Túnis, og framleiðir kryddin heima hjá sér frá grunni.


Mæðgurnar Mabruka og Safa í Túnis.

Varan

Innihald: 5 kryddbréf: grænmetisblanda, hvítlauksduft, salt & pipar, sítrónublanda og broddkúmen.

Þyngd: 40 g x 5 = 200 g

Framleiðsluland: Túnis. Vörunni er pakkað í Túnis og send til Íslands.