Skip to content Skip to footer

Grænmetisgjafabréf

4.995 kr.6.945 kr.

Matland býður upp á gjafabréf fyrir grænmetiskassa með heimsendingu. Sá sem fær gjöfina getur hvenær sem er innan árs leyst út kassann sem er dreift á fimmtudögum og á föstudögum utan höfuðborgarsvæðisins.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: , Vörunúmer:20177

Lýsing

Innihald kassans er breytilegt eftir því hvaða grænmeti er ferskast hverju sinni. Yfirleitt eru átta til ellefu grænmetistegundir í kassanum. Hefðbundið nýtt grænmeti í bland við eitthvað nýtt sem kemur á óvart. Dæmi um nýstárlegt grænmeti eru t.d. íslenskur hvítlaukur, sprettur úr Vestmannaeyjum og lífrænt ræktað íslenskt eggaldin.

Hvernig virkar þetta?

Grænmetisgjafabréfin er hægt að fá í hendurnar með tvennum hætti. Hægt er að sækja gjafabréfið til Matlands við Hrísateig eða fá það sent sem pdf-skjal sem viðkomandi prentar út. Hvert gjafabréf gildir fyrir einn grænmetiskassa og heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu og á afgreiðslustöðvar Samskipa utan þess. Skrifið í skýringu með pöntun í greiðsluferlinu hver á að fá gjafabréfið (má sleppa).

Sá einstaklingur sem fær gjafabréfið fer inn á Matland.is þegar honum hentar og velur þann grænmetiskassa sem er í boði þá vikuna. Til þess að fá grænmetiskassa á fimmtudegi þarf að leggja inn pöntun fyrir kl. 15.00 á mánudegi. Á grænmetisgjafabréfinu er kóði sem hann slær inn í reit fyrir afsláttarkóða. Flóknara er það ekki!
Gjafabréfið gildir í eitt ár.

Athugið: Þegar fimmtudagar eru frídagar þá hnikast afhending á grænmetiskössum aftur til miðvikudags eða fram til föstudags. Við tilkynnum það með fyrirvara.

Dæmi um innihald í grænmetiskassa: Smágúrkur 200 g frá Laugalandi, gulir kirsuberjatómatar 1 box frá Melum, 2 hausar litað blómkál frá Hverabakka, gulrætur 500 g frá Auðsholti, 1 haus Grand salat frá Hveratúni, 1 haus Pak Choi 200 g frá Garðyrkjustöðinni Kinn, 2 stk. kúrbítar frá Melum og Hverabakka, 1 stk. gúrka frá Gufuhlíð og Melum og 1 kg af nýjum kartöflum (gullauga) frá ýmsum framleiðendum.

Frekari upplýsingar

Afhending grænmetiskassa

, , , , , , , , , , , ,

Sækja gjafabréf eða fá með tölvupósti?

Ég vil sækja gjafabréf til Matlands á Hrísateig, Ég vil fá gjafabréfið sent sem PDF í tölvupósti