Lýsing
Á Matlandi er boðið upp á grænmetiskassa frá íslenskum bændum. Úrvalið er breytilegt eftir því hvað er til hverju sinni en við auglýsum innihald í hverjum kassa með fyrirvara. Oft á tíðum eru einhverjar vörur í kassanum sem ekki er almennt að finna í stórmörkuðum, t.d. vegna lítillar framleiðslu.
Afhending
Auka-grænmetiskassa #11 verður dreift síðla fimmtudags (eftir kl. 15.00) á afhendingarstað Matlands á Hrísateig 47 í Reykjavík. Matland sendir símaskilaboð (SMS) til kaupenda rétt áður en kassarnir eru klárir til afhendingar. Við keyrum kassana út síðdegis og um kvöldið til þeirra sem óska eftir heimsendingu. Verð fyrir heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu er 1.450 kr.
Þau sem búa utan höfuðborgarsvæðisins fá kassana senda með vöruflutningabílum Samskipa. Kassarnir eru þá til afgreiðslu á föstudögum á afgreiðslustöðum Samskipa um allt land. Verð fyrir sendingu með innanlandsdeild Samskipa er 1.950 kr.
Framleiðendurnir
Bændur sem framleiða grænmeti í auka-kassa #11 eru Ártangi, Flúðajörfi, Hveratún, Gufuhlíð. Margir þeirra eru innan vébanda Sölufélags garðyrkjumanna. Upplýsingar um innleggjendur hjá SFG er að finna hér.
Varan
Auka-grænmetiskassi #11:
- Timían frá Ártanga, 1 pottur
- Paprikutvenna frá Flúðajörfa, 2 pk. (alls 4 paprikur)
- Rósasalat frá Hveratúni, 1 haus
- Gúrkur frá Gufuhlíð, 2 stk.
- Smátómatar frá Sólskins, 1 bikar
- Smágúrkur frá Sólskins, 1 bikar
Í kassanum eru sumar vörurnar í umbúðum og aðrar ekki. Matland vill lágmarka umbúðanotkun en stundum er grænmetið innpakkað til þess að varðveita gæði. Það getur komið fyrir að við tiltekt verði breytingar á innihaldi kassans, m.a. vegna þess að vara sé uppseld eða ekki til. Þá áskilur Matland sér að skipta viðkomandi vöru út fyrir aðra.
Upprunaland: Ísland
Pökkun og dreifing: Matland. Dreifing utan höfuðborgarsvæðisins er á vegum Samskipa.
Framleiðendur: Ártangi, Flúðajörfi, Hveratún, Gufuhlíð og Sólskins. Bændurnir eru flestir innan vébanda Sölufélags garðyrkjumanna. Upplýsingar um innleggjendur hjá SFG er að finna hér.
Afhendingarstaður fyrir þá sem sækja vöruna eftir kl. 15 á fimmtudag: Afhendingarstaður Matlands, Hrísateig 47 í Reykjavík.