Skip to content Skip to footer

Gvatemalakaffi – Los Arroyos – sérvalið af Sonju Björk Grant – 1 kg af baunum

7.300 kr.

Kaffið frá Gvatemala er einna vinsælasta kaffið í Kaffibrugghúsinu.

1 kg af baunum sem brenndar eru hjá Kaffibrugghúsinu í Reykjavík af alúð og vandvirkni.

Bændurnir í héraðinu Huehuetenango í Gvatemala sjá okkur fyrir þessum úrvalsbaunum.

Bragðlýsingar eru alltaf leiðandi en skemmtilegast er að hver og einn móti sér sína skoðun. Þegar kaffikaupmaðurinn í Kaffibrugghúsinu smakkaði kaffið kom þetta upp í hugann: Dökkt súkkulaði, ristaðar möndlur, bakaðar sítrónur, núgat, apríkósusulta, smá kókos, sætt og tært í feyki góðu jafnvægi, flauels mjúkt og góð fylling. 

Flokkur: Vörunúmer:16777

Lýsing

Land: Gvatemala. Bændurnir í héraðinu Huehuetenango í Gvatemala sjá okkur fyrir þessum úrvalsbaunum. Uppskeran kemur frá honum Felipe Venenciano Martinez Lopez bónda á Los Arroyos búgarðinum. Uppskeran er blanda af Caturra, Catuai og Pache yrkjum og ræktað i 1600 m yfir sjávarmáli. Það er unnið sem þvegið kaffi (washed process) og hentar mjög vel fyrir allar uppáhellingar.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Gvatemalakaffi – Los Arroyos – sérvalið af Sonju Björk Grant – 1 kg af baunum”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þér gæti einnig líkað við…