Skip to content Skip to footer

Kaffikassi – 5 x 250 g pokar

12.900 kr.

Komdu í kaffiferðalag og prófaðu fimm tegundir af úrvalskaffi. Ómalaðar kaffibaunir frá bændum í Kenía, Honduras, Gvatemala, Kosta-Ríka og Brasilíu. Hefur þig ekki alltaf dreymt um heimsreisu?

Þegar þú ert búin/n að finna uppáhaldsbaunirnar þínar þá veistu hvar þú færð gott kaffi í framtíðinni.

„Sæl eru þau er sopans njóta,“ eru einkunnarorð eigenda Kaffibrugghússins sem bjóða eingöngu upp á úrvalskaffi sem hægt er að rekja beint til frumframleiðenda. Baunirnar eru brenndar hjá Kaffibrugghúsinu í Reykjavík.

Alls 1,25 kg af kaffibaunum. 5×250 g pokar.

Flokkur: Merkimiði: Vörunúmer:16740

Lýsing

Kaffikassinn inniheldur 5 pakka af baunum, hver um sig er 250 g. Alls 1,25 kg.

  • Kenía-kaffi á sína aðdáendur og er ekki alltaf fáanlegt. Upprunið úr  Kirinyaga héraði. Um 1200 smáframleiðlendur handtýna baunir og leggj ainn í sömu þvottastöðina: Kiri Coffee factori. Jarðvegur: Rauður eldfjallajarðvegur / meðal hiti: 13-25°C. Vinnsluaðferð: Þvegin aðferð, gerjun í 24t íma, sólþurrkað á afrískum þurrkbekkjum. Uppskerutímabil : Maí – júní 2022 Hæð yfir sjávarmáli: 1450 m. Bragðeiginleikar: Sólber, límónur, súkkulaði, þurrt hvítvín, sulta.
  • Honduraskaffi frá Yeltsin Sagastume bónda á El Ocote búgarðinum í héraðinu Santa Barbara. Það er af Parainema-yrki og ræktað 1.450 m yfir sjávarmáli. Honduraskaffið er unnið með Honey aðferðinni. Bragðlýsingar: Steinaávextir eins og papaya og mango, sítrónumelissa, flókið.
  • Gvatemalakaffi frá Felipe Veneniano Martinez bónda a Los Arroyos-búgarðinum í Huehuetenango-héraðinu. Þetta kaffi er í verkefni sem kennt er við þjóðartré Gvatemala, Ceiba. Það er blanda af Caturra/Catuaí/Pache-yrkjum og ræktað 1.600 m yfir sjávarmáli. Gvatemalakaffið er unnið með þveginni aðferð. Bragðlýsingar: Súkkulaði, rauð ber, möndlur, vanilla og núggat.
  • Brasilíukaffi frá smáframleiðendum frá Cerrado Minieiro DO-héraði. Þetta kaffi er í verkefni sem kennt er þjóðartré Brasilíu, Pau brasil. Kaffið er af Catuaí-yrki og er ræktað í 1.100 m yfir sjávarmáli. Brasilíu kaffið er unnið berþurrkað. Bragðeiginleikar: Möndlur, mjólkursúkkulaði, þurrkuð kirsuber.
  • Kosta Ríka-kaffi frá Tarrazú héraði. Ana Lorena Jiménez Castro á og rekur kaffibúgarðana Finca El Zapote og Finca El Cristóbal. Yrki: Catuai. Vinnsluaðferð: Þvegið. Uppskerutímabíl desember-apríl 2022. Hæð yfir sjávarmáli: 1.650 m. Bragðeiginleikar: Kakó, fikjur, appelsínur, sætt, miðlungsfylling.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Kaffikassi – 5 x 250 g pokar”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þér gæti einnig líkað við…