Skip to content Skip to footer

Salt & pipar

1.990 kr.

Hágæða handgert krydd frá Túnis, framleitt við Miðjarðarhafið.Saltið og piparinn er frá Vestur- og Norður-Túnis. Saltið kemur úr heitu og söltu lindarvatni sem streymir upp úr jörðu og rennur niður fjöllin. Piparkornin eins fersk og hægt er. Mögnuð blanda!

Matland sendir þér kryddin frá Mabrúka gegn vægu gjaldi eða þú sækir til Matlands á Hrísateig 47 í Reykjavík daginn eftir að pöntun er gerð eða samdægurs ef pantað er fyrir hádegi. Sendingar út fyrir höfuðborgarsvæðið fara með Samskipum á afgreiðslur um allt land.

Flokkur: Vörunúmer:18770

Lýsing

Saltið og piparinn frá Mabrúka inniheldur hágæða hráefni frá Túnis. Öll hráefnin í kryddunum eru handtínd, skoðuð og hreinsuð og síðan möluð samkvæmt gömlum hefðum. Alls eru 40 g af kryddi í hverjum pappírspoka.

„Saltið og piparinn okkar er frá Vestur- og Norður-Túnis. Hrein gæðavara frá Miðjarðarhafinu. Mamma fékk salt sem kemur frá Vestur-Túnis og er 100% náttúrulegt. Það kemur úr heitu söltu lindarvatni sem streymir upp úr jörðu og rennur niður fjöllin.

Saltið er ekki unnið og er í hæsta gæðaflokki. Það er ríkt af snefilefnum (t.d. sinki) og steinefnum. Heita lindin hefur verið þarna í meira en 200 milljón ár.

Mamma velur ferskustu piparkornin af því að þau hafa sterkari og ferskari lykt og meira bragð. Við mölum piparkornin rétt áður en við pökkum þeim og sendum til Íslands til þess að halda ferskri lykt og bragði. Ferlið er gert í höndunum allt frá byrjun þangað til við pökkum piparnum. Mamma hvetur kryddgæðinga til þess að nota mikið af Mabrúka-salti og pipar á kjöt þar sem það gefur gott bragð. Þessa vöru má nota á alls konar mat.Safa Jemai.

Stofnandi og aðaleigandi Mabrúka heitir Safa Jemai og er frá Túnis. Hún flutti til Íslands árið 2018 til að stunda nám við Háskóla Íslands en ákvað að hefja innflutning á kryddum frá sínu heimalandi því hún saknaði ferska bragðsins af kryddunum í Túnis. Safa stofnaði Mabrúka með móður sinni sem býr í Túnis og framleiðir kryddin heima hjá sér frá grunni.


Mæðgurnar Mabruka og Safa í Túnis.

Varan

Innihald: 50% svartur pipar, 50% salt

Þyngd: 40 g

Framleiðsluland: Túnis. Vörunni er pakkað í Túnis og send til Íslands.