Lýsing
Framleiðandinn
Matland býður í fyrsta sinn upp á sinnep frá Svövu Hrönn Guðmundsdóttur frumkvöðli og fyrrum formanni Samtaka smáframleiðanda matvæla. Svava, sem er lyfjafræðingur að mennt, hóf að útbúa sinnep fyrir fjölskylduna fyrir áratugum síðan en framleiðslan hefur síðan undið upp á sig. Hún bjó í Svíþjóð í mörg ár þar sem er rík sinnepshefð. Svava saknaði sænska sinnepsins þegar hún flutti til Íslands og ákvað að gera eitthvað í því. Markmiðið hjá henni var í og með að kenna Íslendingum að njóta góðs sinneps og að það væri hægt að borða það með fleiru en pylsum!
Sinnepið frá Svövu er bæði sterkt og sætt en fleiri bragðtegundir eru í boði undir merkjum Svövu-sinneps. Myndir / Svövu sinnep