Skip to content Skip to footer

Bankabygg frá Móður Jörð – 1 kg

780 kr.

Móðir Jörð í Vallanesi framleiðir lífrænt ræktað Bankabygg. Bankabygg er slípað heilkorn af byggi og er úrvals meðlæti með mat eða í pottrétti, grauta, salöt eða súpur. Það er gjarnan soðið í 40 mínútur áður en það er notað, s.s. í salöt eða “byggottó”. Einnig má leggja Bankabygg í bleyti að morgni, sé ætlunin að nota það að kveldi, og styttir það suðutímann verulega.

1 kg poki. Verð 780 kr.

Matland sendir þér vörur gegn vægu gjaldi eða þú sækir til Matlands á Hrísateig 47 daginn eftir kaup eða samdægurs ef pantað er fyrir hádegi. Sendingar út fyrir höfuðborgarsvæðið fara með Samskipum á afgreiðslur um allt land. Þeir sem sækja vöruna fá SMS frá Matlandi til áminningar þegar hún er klár til afhendingar.

14 á lager

Flokkur: Vörunúmer:64680

Lýsing

Framleiðendurnir

Móðir Jörð ehf. í Vallanesi á Fljótsdalshéraði er fyrirtæki í lífrænni ræktun og matvælaframleiðslu. Þar leggja hjónin Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir stund á korn- og grænmetisræktun og framleiða tilbúnar hollustu- og sælkeravörur. Grænmetisveitingastaður og gistihús er starfrækt frá maí – september. Einnig er umfangsmikil skógrækt en á jörðinni er fjöldi trjáa og skjólbelta. Markmið framleiðslunnar er að rækta og nýta hráefni úr nánasta umhverfi staðarins, þróa bragð og rétti sem grundvallast á hráefnum úr jurtaríkinu. Móðir Jörð er samnefnari fyrir hollustu og sælkeralínu okkar sem byggð er á íslensku korni, grænmeti og jurtum.


Eygló og Eymundur í Vallanesi á gulum repjuakri. Mynd / Móðir Jörð.

Hreinleiki er lykilatriði í ræktun og framleiðslu Móður Jarðar, ekki er notast við tilbúinn áburð eða eiturefni og matvörur okkar eru lausar við tilbúin hjálparefni, gervi- og litarefni enda er ræktun og framleiðsla Móður Jarðar vottuð lífræn. Manneldismarkmið eru okkur hugleikin og við leggjum áherslu á kynningu á notkun byggs til manneldis og leggjum síaukna áherslu á vinnslu þess og þróun rétta þar sem þetta úrvals heilkorn kemur við sögu.


Fjölbreytt ræktun er í Vallanesi. Mynd / TB

Starfsemi Móður Jarðar í Vallanesi hefur hlotið ýmsar viðurkenningar í gegnum tíðina. Meðal annars Landbúnaðarverðlaunin árið 2004, Fjöreggið árið 2015 tilnefningu til Umhverfisverðlauna Norðurlandanna. Þá fékk Eymundur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir frumkvæði á sviði búskaparhátta og matvælamenningar árið 2011.

Varan

Bankabygg, 1 kg

Best fyrir: Sjá á umbúðum

Næringargildi í 100g af ósoðnu Bankabyggi er u.þ.b:
Orka 1450 kJ / 346 kcal
Prótein 12 g.
Kolvetni 64 g.
Fita 2 g, þar af mettaðar fitusýrur 0,4 g.
Trefjar 10 g, þar af beta-glúkanar 3 g.
Natríum 0,02 g.
Járn 2 mg.
Þíamín (B1-vítamín) 0,3 mg.

Upprunaland: Ísland
Pökkun og dreifing: Móðir Jörð, Vallanesi
Framleiðandi: Móðir Jörð ehf. í Vallanesi.

Þér gæti einnig líkað við…