Lýsing
Vestfirskt kristalsjávarsalt frá Saltverki Reykjaness eru stórar og stökkar saltflögur.
Myndir / Saltverk
Sjór úr Djúpinu er eimaður með því að leiða heitt hveravatn undir saltpönnu. Eftir verður hrein afurð, náttúrulegt og umhverfisvænt kristalflögusalt.
Björn Steinar Jónsson er frumkvöðullinn sem stofnaði Saltverk.
Framleiðslustaður saltsins frá Saltverki á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi.
Framleiðandinn
„Eitt af ósnortnustu svæðum Íslands eru Vestfirðirnir. Árið 2011 að loknu námi ýttum við úr vör þeirri hugmynd að búa til sjávarsalt á Íslandi byggt á nýtingu sjálfbærra náttúruauðlinda og hefð um saltgerð í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi. Danski konungurinn var með saltframleiðslu á 18. öld byggt á nýtingu jarðvarma. Nokkrum áratugum síðar stöðvaðist framleiðslan og þar með vinnsla á sjávarsalti við strendur Íslands. Saltverk endurvakti á árinu 2011 þessa gömlu hefð og hóf framleiðslu á sjávarsalti að nýju. Með ástríðu fyrir sjálfbærum, handunnum matvælum af hæsta gæðaflokki hefur Saltverk salt ferðast víða síðan. Margir af bestu veitingastöðum í heimi nota Saltverk salt í eldhúsum sínum ásamt fjölmörgum heimilum á Íslandi, í Skandinavíu og Ameríku,“ segir Björn Steinar Jónsson, stofnandi Saltverks.
Varan
Innihald: Birkireykt sjávarsalt
Upprunaland: Ísland
Pökkun og dreifing: Saltverk í Kópavogi. Dreifing: Matland. Dreifing utan höfuðborgarsvæðisins er á vegum Samskipa.
Framleiðendur: Saltverk
Afhendingarstaður fyrir þá sem sækja vöruna: Afhendingarstaður Matlands, Hrísateig 47 í Reykjavík.