Skip to content Skip to footer

Kaffikassi – 5 x 250 g pokar

12.900 kr.

Komdu í kaffiferðalag og prófaðu fimm tegundir af úrvalskaffi. Ómalaðar kaffibaunir frá bændum í Kenía, Honduras, Gvatemala, Kosta-Ríka og Brasilíu. Hefur þig ekki alltaf dreymt um heimsreisu?

Þegar þú ert búin/n að finna uppáhaldsbaunirnar þínar þá veistu hvar þú færð gott kaffi í framtíðinni.

„Sæl eru þau er sopans njóta,“ eru einkunnarorð eigenda Kaffibrugghússins sem bjóða eingöngu upp á úrvalskaffi sem hægt er að rekja beint til frumframleiðenda. Baunirnar eru brenndar hjá Kaffibrugghúsinu í Reykjavík.

Alls 1,25 kg af kaffibaunum. 5×250 g pokar.

Flokkur: Merkimiði: Vörunúmer:16740

Lýsing

Kaffikassinn inniheldur 5 pakka af baunum, hver um sig er 250 g. Alls 1,25 kg.

  • Kenía-kaffi á sína aðdáendur og er ekki alltaf fáanlegt. Upprunið úr  Kirinyaga héraði. Um 1200 smáframleiðlendur handtýna baunir og leggj ainn í sömu þvottastöðina: Kiri Coffee factori. Jarðvegur: Rauður eldfjallajarðvegur / meðal hiti: 13-25°C. Vinnsluaðferð: Þvegin aðferð, gerjun í 24 tíma, sólþurrkað á afrískum þurrkbekkjum. Uppskerutímabil : Maí – júní. Hæð yfir sjávarmáli: 1450 m. Bragðeiginleikar: Sólber, límónur, súkkulaði, þurrt hvítvín, sulta.
  • Honduraskaffi frá Yeltsin Sagastume bónda á El Ocote búgarðinum í héraðinu Santa Barbara. Það er af Parainema-yrki og ræktað 1.450 m yfir sjávarmáli. Honduraskaffið er unnið með Honey aðferðinni. Bragðlýsingar: Steinaávextir eins og papaya og mango, sítrónumelissa, flókið.
  • Gvatemalakaffi frá Felipe Veneniano Martinez bónda a Los Arroyos-búgarðinum í Huehuetenango-héraðinu. Þetta kaffi er í verkefni sem kennt er við þjóðartré Gvatemala, Ceiba. Það er blanda af Caturra/Catuaí/Pache-yrkjum og ræktað 1.600 m yfir sjávarmáli. Gvatemalakaffið er unnið með þveginni aðferð. Bragðlýsingar: Súkkulaði, rauð ber, möndlur, vanilla og núggat.
  • Brasilíukaffi frá smáframleiðendum frá Cerrado Minieiro DO-héraði. Þetta kaffi er í verkefni sem kennt er þjóðartré Brasilíu, Pau brasil. Kaffið er af Catuaí-yrki og er ræktað í 1.100 m yfir sjávarmáli. Brasilíu kaffið er unnið berþurrkað. Bragðeiginleikar: Möndlur, mjólkursúkkulaði, þurrkuð kirsuber.
  • Kosta Ríka-kaffi frá Tarrazú héraði. Ana Lorena Jiménez Castro á og rekur kaffibúgarðana Finca El Zapote og Finca El Cristóbal. Yrki: Catuai. Vinnsluaðferð: Þvegið. Uppskerutímabíl desember-apríl. Hæð yfir sjávarmáli: 1.650 m. Bragðeiginleikar: Kakó, fikjur, appelsínur, sætt, miðlungsfylling.
  • ATH. þegar einhverjar af tegundunum hér að ofan eru ekki til þá áskilur Matlands sér að skipta þeim út fyrir aðrar.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Kaffikassi – 5 x 250 g pokar”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þér gæti einnig líkað við…