Skip to content Skip to footer

Kjúklingablanda

1.990 kr.

Hágæða handgert krydd frá Túnis, framleitt við Miðjarðarhafið. Í kjúklingablöndunni er 20% tabel, 20% broddkúmen, 20% svartur pipar, 10% laukur, 10% salt, 10% hvítlaukur, 5% kóríander og 5% mynta

Matland sendir þér kryddin frá Mabrúka gegn vægu gjaldi eða þú sækir til Matlands á Hrísateig 47 í Reykjavík daginn eftir að pöntun er gerð eða samdægurs ef pantað er fyrir hádegi. Sendingar út fyrir höfuðborgarsvæðið fara með Samskipum á afgreiðslur um allt land.

Flokkur: Vörunúmer:18768

Lýsing

Kjúklingablandan frá Mabrúka inniheldur hágæða hráefni frá Túnis. Öll hráefnin eru handtínd, skoðuð og hreinsuð og síðan möluð samkvæmt gömlum hefðum. Alls eru 40 g af kryddi í hverjum pappírspoka.

„Uppskriftin fyrir kjúklingablönduna er 20% tabel, 20% broddkúmen, 20% svartur pipar, 10% laukur, 10% salt, 10% hvítlaukur, 5% kóríander og 5% mynta. Ég hef oft keypt kjúkling og notað þessa kjúklingablöndu til að krydda hann. Það passar vel saman!

Ég mæli með því að nota þessa blöndu (mikið af henni) og bæta við ólífuolíu og íslensku smjöri undir skinnið. Þetta er galdur!Safa Jemai.

Stofnandi og aðaleigandi Mabrúka heitir Safa Jemai og er frá Túnis. Hún flutti til Íslands árið 2018 til að stunda nám við Háskóla Íslands en ákvað að hefja innflutning á kryddum frá sínu heimalandi því hún saknaði ferska bragðsins af kryddunum frá Túnis. Safa stofnaði Mabrúka með móður sinni sem býr í Túnis og framleiðir kryddin heima hjá sér frá grunni.


Mæðgurnar Mabruka og Safa í Túnis.

Varan

Innihald: 20% tabel, 20% broddkúmen, 20% svartur pipar, 10% laukur, 10% salt, 10%hvítlaukur, 5% kóríander og 5% mynta.

Þyngd: 40 g

Framleiðsluland: Túnis. Vörunni er pakkað í Túnis og send til Íslands.