Skip to content Skip to footer

Svövusinnep – Rabarbarasinnep

1.490 kr.

Svövusinnep. Rabarbarabragð. 140 g í krukku.

Sinnepið hennar Svövu hentar í fjölbreytta matargerð og sem meðlæti. Geymist í kæli eftir opnun.

Verð: 1.490 kr.

Matland sendir þér vörurnar gegn vægu gjaldi eða þú sækir á afhendingarstað Matlands á Hrísateig 47 í Reykjavík daginn eftir pöntun eða samdægurs ef pantað er fyrir hádegi. Við sendum þér SMS þegar vörurnar eru tilbúnar til afhendingar ásamt kóða sem þú notar til þess að komast inn á afhendingarstaðinn á Hrísateig. Sendingar út fyrir höfuðborgarsvæðið fara með Samskipum á afgreiðslur um allt land.

10 á lager

Flokkur: Vörunúmer:54443

Lýsing

Framleiðandinn

Matland býður upp á sinnep frá Svövu Hrönn Guðmundsdóttur frumkvöðli og fyrrum formanni Samtaka smáframleiðanda matvæla. Svava, sem er lyfjafræðingur að mennt, hóf að útbúa sinnep fyrir fjölskylduna fyrir áratugum síðan en framleiðslan hefur síðan undið upp á sig. Hún bjó í Svíþjóð í mörg ár þar sem er rík sinnepshefð. Svava saknaði sænska sinnepsins þegar hún flutti til Íslands og ákvað að gera eitthvað í því. Markmiðið hjá henni var í og með að kenna Íslendingum að njóta góðs sinneps og að það væri hægt að borða það með fleiru en pylsum!

Sinnepið frá Svövu er bæði sterkt og sætt en fleiri bragðtegundir eru í boði undir merkjum Svövu-sinneps. Myndir / Svövu sinnep

Innihald:
Bjór (vatn, humlar, bygg) hrásykur, rasp (hveiti, rúgmjöl), rabarbari (13%), rauðvínsedik, sinnepsfræ, kartöflumjöl.

Næringargildi í 100 g:
Orka: 616 kJ, 145 kkal
Fita: 0,6 g, þar af mettaðar fitusýrur 0,04 g
Kolvetni: 32 g
Þar af sykurteg. 23 g
Trefjar: 1,5 g
Prótein: 2,2 g
Salt: 0,4 g

Framleiðandi:
Sólakur ehf. Nýbýlavegur 8, 200 Kópavogur

Þér gæti einnig líkað við…