Lýsing
Fyrsta flokks kjöt af ungnautum frá Hvammi í Ölfusi. Nautin fá bjórhrat alla sína ævi og hreinan bjór síðustu vikurnar í eldinu sem eykur matarlyst. Fyrir vikið eru nautin í Hvammi vel í holdum.
Hægeldað nautabrjóst/Brisket. Kílóverð: 12.290 kr.
Fullelduð vara.
Leiðbeiningar um upphitun
Gott er að taka kjötið úr kæli 2 klukkustundum áður en það er hitað, þannig nær það herbergishita og eldist jafnar.
Takið kjötið varlega úr pokanum og setjið það ásamt vökvanum í eldfast mót. Hitið í ofni við 150-170°C í um 30 mínútur, eða þar til innri hiti kjötsins hefur náð að minnsta kosti 60°C. Best er að hafa álpappír yfir mótinu til að koma í veg fyrir að kjötið þorni. Eftir að kjötið er tekið úr ofninum er gott að láta það hvíla í vökvanum í 10–15 mínútur áður en það er borið fram.
Önnur aðferð – Sous Vide
Setjið vatn í ílát og stillið hitann á 85–90°C á sous vide tækinu. Leggið pokann með kjötinu ofan í vatnið og látið hitna þar við stöðugan hita í 30–40 mínútur.
Takið síðan pokann varlega upp úr og leyfið kjötinu að hvíla í honum í 10–15 mínútur áður en hann er opnaður.
Vökvinn sem verður eftir eftir eldunina er einstaklega bragðgóður og má nýta á marga vegu. Hann hentar vel til að halda kjötinu röku við eldun eða sem grunnur í sósur og pottrétti. Gott er að sigta vökvann og geyma hann í kæli yfir nótt; næsta dag má taka fituna af yfirborðinu. Fituna má síðan nota við steikingar – hún bætir bragð og gefur dýpt í flesta rétti.

Það er búið að skrifa margar bækur um hið fullkomna brisket.

Hægeldað nautabrjóst sett í reyk á grilli.
Bændurnir
Í Hvammi búa bændurnir Pétur Benedikt Guðmundsson og Charlotte Clausen. Sonur þeirra Davíð Clausen er kjötiðnaðarmaður og sér um nautaeldið. Davíð er í landsliðshópi kjötiðnaðarmanna.

Bændurnir í Hvammi; Davíð, Pétur og Charlotte.

Félagarnir Halldór, sem er matreiðslumaður, og Davíð, kjötiðnaðarmaður, hjá Gæðum ehf. eiga heiðurinn af eldaða brisketinu sem Matland býður upp á.
Pækillinn sem brisketið er lagt í fyrir reykingu inniheldur salt, kryddblöndu (salt, þurrkaður laukur, þurrkaður hvítlaukur, náttúruleg smjörbragðefni (innihalda mjólk), rauð paprika, steinselja, gerþykkni, túrmerik, sólblómaolía og krydd.
Aðrar upplýsingar
Innihald: Ungnautakjöt, fulleldað brisket
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið í Hvammi í Ölfusi
Vinnsla og skurður: Ferskar kjötvörur
Framleiðandi: Gæði ehf.
Sláturhús: SS á Selfossi
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is






Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.