Lýsing
Afhending miðvikudaginn 18. desember
Bændurnir
Á bænum Gilsbakka í Öxarfirði reka hjónin Ann-Charlotte Fernholm og Hafsteinn Hjálmarsson sauðfjárbú og heimavinnslu. Á bænum búa einnig börnin þeirra Carl Mikael og Isabella Ásrún. Þau framleiða vörur undir vörumerkinu Sparifé frá Gilsbakka og hafa getið sér gott orð fyrir vandaðar vörur.
Ann-Charlotte Fernholm og Hafsteinn Hjálmarsson bændur á Gilsbakka í Öxarfirði. Myndir / úr einkasafni
Hjónin keyptu jörðina árið 2012 en kjötvinnslan opnaði haustið 2019. Ann-Charlotte er menntaður grunnskólakennari og hefur kennt í Öxarfjarðarskóla í mörg ár, en er heimavinnandi þetta skólaár. Hafsteinn er mest heimavinnandi en vinnur stundum sem verktaki utan bús. Hann er einnig tónlistarmaður, þar sem hann er betur þekktur undir nafninu Haffi Hjálmars, og gaf út sína fyrstu plötu síðasta sumar. Sparifé frá Gilsbakka er aðallega að vinna úr ærkjöti í sinni vinnslu og er markmiðið að búa til gæðavörur úr þessu frábæra hráefni að sögn bændanna.
Hangikjötið frá Sparifé er tað- og birkireykt í kjötvinnslu Fjallalambs á Kópaskeri.
Bærinn Gilsbakki í Öxarfirði.
Hangikjöt soðið í vatni
Hafið í huga að hangikjöt af ám þarf að sjóða heldur lengur en ef um lamb er að ræða. Það fer auðvitað eftir því hvað potturinn er stór hvort að lærið rúmast heilt ofan í honum! Margir saga lærið í tvennt eða úrbeina og setja kjötið í rúllu.
- Setjið hangikjöt í pott með köldu vatni þannig að fljóti yfir kjötið. Hleypið suðunni upp (alls ekki láta bullsjóða) og látið hangikjötið vera við suðumark í 45-55 mín. per kg, athugið að skoða þyngdina á bitanum fyrst.
- Takið pottinn af hitanum og látið kjötið kólna í soðinu. Þetta má gjarna gera degi áður en hangikjötið er borðað og best að leyfa að vera í pottinum yfir nótt. Húsráð frá sláturhússtjóranum á Kópaskeri er að setja einn pilsner eða jafnvel bjór út í soðið þegar búið er að slökkva undir. Ölið gefur einhverja óútskýrða mýkt í kjötið að hans mati!
- Skerið í sneiðar og berið fram með uppstúf með kartöflum, rauðkáli, grænum baunum og laufabrauði.
Varan
Kælivara. Geymist í kæli við 0-4°C.
Innihald: Ærkjöt, salt, rotvarnarefni (E250).
Næringargildi í 100 g:
Orka 1279 KJ/309 kkal
Fita 11.2 g
Kolvetni: 0 g
Salt 1,0 g
Innihald: Ærkjöt – tað- og birkireykt. Tvíreykt.
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi. Haustslátrun 2024.
Alið á Gilsbakka í Öxarfirði.
Framleiðandi: Sparifé frá Gilsbakka. Kjötið er reykt í kjötvinnslu Fjallalambs á Kópaskeri.
Sláturhús nr. A032 – Fjallalamb hf. Kópaskeri
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is