Lýsing
Matland býður upp á hreindýrakjöt af dýrum sem veidd voru í ágúst 2024. Lítið af íslensku hreindýrakjöti kemur á markað og kjötið er afar eftirsótt.
Hreindýrahakk er kjörið til að útbúa hreindýrabollur, t.d. eftir þessari uppskrift sem er runnin undan rifjum umhverfisráðherra og birtist á vefsíðunni alberteldar.is.
Nanna Rögnvaldardóttir veitir leiðbeiningar um það hvernig laga á klassískar hreindýrabollur.
Myndir / Hansen-feðgar
Kjötið er unnið hjá kjötvinnslunni Villt og alið ehf. á Hellu.