Skip to content Skip to footer

Ofnsteik (grísainnralæri) frá Litla búgarðinum

4.767 kr.4.872 kr.

Ofnsteik úr grísainnralæri frá Litla búgarðinum á Hlemmiskeiði. Kjöt af grísum sem fá að valsa um í beitarhólfi þar sem þeir bíta gras og fá að auki íslenskt kornfóður. Kjötið er aðeins dekkra en hefðbundið grísakjöt og mörgum þykir það bragðmeira. Kjörið að brúna á pönnu og skella svo í ofn. Frystivara. Takmarkað magn.

Þú velur þína stærð með því að velja í fellivalsglugganum hér undir. Kílóverð er 3.490 krónur.

Við sendum þér kjötið gegn vægu gjaldi eða þú sækir til Matlands á Hrísateig 47 í Reykjavík, daginn eftir kaup eða samdægurs ef pantað er fyrir hádegi. Við sendum sms þegar vörurnar eru tilbúnar til afhendingar. Sendingar út fyrir höfuðborgarsvæðið fara með Samskipum á afgreiðslur um allt land.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: , Merkimiðar: , , , Vörunúmer:45029

Lýsing

Innra læri af lausagöngugrísum á Hlemmiskeiði.
Ofnsteik, innra læri. Kílóverð: 3.490 kr. Ágætt er að miða við 200-250 g á mann í aðalmáltíð.
Frystivara.

Litli búgarðurinn á Hlemmiskeiði

Bændurnir Ævar Austfjörð og Ása Sif Tryggvadóttir búa á smábýlinu Hlemmiskeiði 1 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þau kalla búskapinn sinn „Litla búgarðinn“ en þar er megináhersla lögð á dýravelferð og umhverfisvænar aðferðir í stóru sem smáu. Ævar og Ása ala m.a. grísi sem eru frjálsir innan stórs beitarhólfs. Þar éta þeir gras og er líka gefið íslenskt fóður sem ræktað er í nágrenninu.

Ævar og Ása fluttu í sveitina árið 2021 og byrjuðu á því að fá til sín nokkra nautkálfa. Síðan vatt búskapurinn upp á sig og nú eru þau með hænur og frjálsa grísi í eldi. Þau beita nokkuð óvenjulegum aðferðum í búskapnum sem þau kalla „auðgandi landbúnað“ (e. Regenerative agriculture).

Ævar útskýrir í hverju aðferðirnar felast: „Þessar aðferðir snúast um að nota sem minnst og helst ekkert af tilbúnum áburði og einnig sem minnst af vélbúnaði til landvinnslu. Í staðinn notum við skepnurnar til að örva gróðurvöxt með ágangi eins og t.d. traðki nautgripa og einnig traðki og róti svína og kjúklinga. Við höfum skepnurnar í hólfum afmörkuð með rafmagnsgirðingum og færum gripina reglulega til að stýra hvað mikið er étið og hversu mikill ágangurinn verður. Tilgangurinn með áganginum og beitarstýringunni ásamt því að plægja ekki er m.a. að dýpka rótarkerfi plantna og hyggja upp næringarríkan jarðveg og auka þannig lífrænt efni í honum,“ segir Ævar.

„Árangurinn af þessu er mjög góður hingað til. Landið okkar hefur tekið vel við sér og við fáum mun meiri grasvöxt núna í lok fjórða sumars en áður. Við höfum reyndar séð framfarir á hverju ári.“

„Grísirnir okkar fá íslenskt fóður ræktað af nágrönnum okkar ásamt því að þeir éta mikið af grasi, rótum og öðru góðgæti sem þeir finna í jarðveginum. Þeir bera svo á fyrir okkur með sínum úrgangi og bæta þannig landgæði þess svæðis sem þeir fari yfir á hverju ári. Kjötið af þeim er bragðmikið og bragðgott og oft örlítið dekkra en fólk á að venjast af grísakjöti,” segir Ævar Austfjörð.

Næringarinnihald

M.v. 100 grömm af millifeitu steiktu grísakjöti:
Orka: 968 kJ, 231 kcal.
Prótein: 19,5 g
Fita: 17,2 g, þ.a. mettaðar fitusýrur 6,9 g og ómettaðar 6,1 g
Kólestról: 69 mg
Kolvetni: 0

Aðrar upplýsingar

Kjötið frá Litla búgarðinum á Hlemmiskeiði 1 er er unnið og pakkað hjá Villt & alið ehf. á Hellu.
Innihald: Ofnsteik úr grísainnralæri.
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið á Hlemmiskeiði 1.
Framleiðandi: Villt & alið ehf.
Sláturhús: Sláturhús SS á Selfossi.
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is

Frekari upplýsingar

Ofnsteik

1018 g, 1022 g, 1030 g, 1078 g, 1230 g, 1236 g, 1256 g, 1288 g, 1324 g, 1366 g, 1368 g, 1371 g, 1396 g, 1428 g, 1564 g, 1582 g

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Ofnsteik (grísainnralæri) frá Litla búgarðinum”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þér gæti einnig líkað við…