Lýsing
Fyrsta flokks ungnautakjöt af sunnlenskum nautum. Íslenskt gæðanaut.
Ribeye. Kílóverð: 8.480 kr.
Frystivara.
Næringarinnihald
M.v. 100 grömm af nautahryggvöðva:
Orka: 739 kJ, 177 kcal.
Prótein: 21,5 g
Fita: 10,1 g, þ.a. mettaðar fitusýrur 4,2 g og ómettaðar 5,2
Kólestról: 66 mg
Kolvetni: 0
Hvernig er best að elda ribeye?
Ribeye-steikurnar eru í þykkum steikum. Við mælum með að elda þær í heilu lagi. Ágætt er að miða við 200-250 g á mann í aðalmáltíð.
Matland mælir með að grilla steikina þar til kjarnhiti nær 53-55°C. En það hversu mikið steikur eru eldaðar er smekksatriði.
Kryddið eftir smekk. Matland mælir með að nota grófmulinn pipar og flögusalt.
Ef búið er að frysta nautakjöt þá er gott að gefa sér góðan tíma í að afþíða kjötið í kæli. Mikilvægt er að taka út úr kæli a.m.k. klukkutíma áður en eldamennskan hefst og hafa kjötið við stofuhita.
Einföld aðferð við að elda ribeye í stórum bitum er að hefja steikingu á mjög heitri pönnu, loka kjötinu með því að steikja upp úr smjöri og olíu. Bakið síðan í ofni við 180°C þar til kjarnhiti nær 53-55°C. Látið kjötið hvíla við stofuhita í 10 mínútur áður en það er skorið í sneiðar.
Ef pönnusteikt þá er gott að hita pönnuna upp í meðalhita. Berið lítilsháttar olíu á steikina og saltið og piprið eftir smekk. Hækkið þá hitann á pönnunni og skellið steikinni á ásamt vænni smjörklípu. Snúið steikinni þegar hún er orðin vel brúnuð. Mælt er með því að nota kjöthitamæli og hætta þegar hann sýnir 52°C fyrir medium-rare. Hvílið steikina í 5-7 mínútur eftir eldun áður en hún er borin fram.
Við grillun er fylgt sömu ráðum en mikilvægt að nota kjöthitamæli til að fylgjast með hitastiginu. Munið að steikin heldur áfram að eldast í hvíldinni og því ráðlegt að hætta grillun aðeins áður en æskilegu kjarnhitastigi er náð.
Kjarnhiti nautakjöts
Lítið steikt / 52-55°
Lítið miðlungs / 55-60°
Miðlungs / 60-65°
Miðlungs mikið / 65-69°
Mikið steikt / 71-75°
Aðrar upplýsingar
Kjötið er unnið og pakkað hjá Ferskum kjötvörum í Síðumúla í Reykjavík.
Frystivara.
Innihald: Ungnautakjöt – Ribeye
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið í Hvammi í Ölfusi
Framleiðandi: Ferskar kjötvörur ehf.
Sláturhús: SS á Selfossi
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.