Skip to content Skip to footer

Marineruð síld frá Djúpavogi

4.190 kr.

Matland býður upp á landsfrægu Ósnessíldina í 2,8 kg fötu. Alls 1,1 kg af marineraðri síld í bitum.

Síldin frá Ósnesi ehf. á Djúpavogi hefur fengið góðar viðtökur neytenda á síðustu árum og vinsældir hennar eru miklar.

Kælivara. Verð á fötunni er 4.190 kr. 

Fyrsta síldarsendingin í vetur verður afhent hjá Matlandi á Hrísateig 47 miðvikudaginn 19. nóvember. Við látum vita með SMS til að minna viðskiptavini á að sækja þegar varan er tilbúin til afgreiðslu. Keyrum heim til viðskiptavina gegn vægu gjaldi. Sendum líka út á landsbyggðina á allar vöruafgreiðslur Samskipa fyrir 1.950 krónur.

Flokkar: , Merkimiðar: , , , Vörunúmer:19826

Lýsing

Afhending miðvikudaginn 19. nóvember

Framleiðandinn

Ósnes ehf. er lítið fjölskyldufyrirtæki á Djúpavogi sem stofnað var árið 1996. Ósnes hefur í gegnum tíðina verið í ýmsum verkefnum tengdum sjávarútvegi, s.s. saltfiskverkun, áframeldi á þorski, ígulkerjaveiðum og stundað síldarverkun síðasta áratuginn. Síldin er verkuð eftir gamalli fjölskylduuppskrift og einungis er verkað úr úrvals hráefni frá Loðnuvinnslunni hf. Fáskrúðsfirði.

Innihald

Vatn, síld, sykur, edik, salt, laukur og krydd.

Kælivara 0-4°C.

Þyngd: 2,8 kg, þar af 1,1 kg síld.

Næringargildi í 100 g:

Orka: 940 kj/223kcal
Fita: 8,6 g, þ.a. mettuð fita 2,04 g
Kolvetni: 24,5 g, þ. A. Sykur 24,5 g
Prótein: 12,1 g
Salt: 2,5 g.

Vilt þú baka eigið rúgbrauð með síldinni?

Laufey Rós deilir uppskrift að rúgbrauði með lesendum Matlands. Sjá hér.

 

Frekari upplýsingar

Þyngd2,8 kg

Þér gæti einnig líkað við…