Lýsing
1 pakki af söltuðu hrossakjöti, tveir bitar. Í hverjum pakka eru á bilinu 0,9-1,3 kg.
Kælivara.
Eldunarleiðbeiningar
Sú aðferð að sjóða hrossakjöt er vanalegust. Þá er kjötið soðið á lágum hita í 1 1/2 til 2 klukkustundir. Ekki láta bullsjóða. Berið fram með soðnum kartöflum, rófum og gulrótum. Gamli góði jafningurinn er alltaf góður með söltuðu hrossakjöti.
Hrossakjöt úr Rangárþingi
Hrossakjötið kemur frá nokkrum hrossabændum í Rangárþingi. Sláturhúsið á Hellu sér um slátrun en kjötmeistararnir í Villt & alið verkja kjötið samkvæmt eigin uppskrift.
Framleiðendurnir
Guðmar Jón Tómasson og Haraldur Gunnar Helgason reka saman kjötvinnsluna Villt og alið á Hellu. Þeir hafa getið sér gott orð fyrir vönduð vinnubrögð og mikil gæði. Samhliða vinnslunni reka þeir félagar litla kjötbúð þar sem viðskiptavinir geta fengið fjölbreytt úrval af kjöti og vinnsluvörum. Villt og alið hefur unnið mikið fyrir bændur á Suðurlandi síðustu ár og líka þjónustað hreindýraveiðimenn.
Félagarnir Haraldur og Guðmar í vinnslunni hjá Villt og alið. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Villt og alið er til húsa á Þingskálum 4 á Hellu – steinsnar frá þjóðveginum. Búðin er hægra megin á myndinni en þar má kaupa ljúffengt kjöt allan ársins hring ásamt kryddum o.fl.
Innihald:
Hrossakjöt
Salt
Rotvarnarefni
Nitrit-salt
Þráavarnarefni: E316
Hráefni: Hrossakjöt
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Framleiðandi: Villt & alið ehf. á Hellu
Sláturhús: Sláturhúsið á Hellu
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is