Skip to content Skip to footer

Aðalbláber frá Völlum – 1 kg

5.470 kr.

Misstir þú af berjasumrinu og áttir eftir að sulta? Matland býður upp á frosin aðalbláber frá Völlum í Svarfaðardal. Þau eru tínd á Norðurlandi og á Vestfjörðum af vandvirkni og handhreinsuð.

1.000 g af bláberjum í einum poka. Kílóverð er 5.470 kr.

Matland sendir þér vörurnar gegn vægu gjaldi eða þú sækir á afhendingarstað Matlands á Hrísateig 47 í Reykjavík. Afgreiðum samdægurs ef pantað er fyrir hádegi, annars daginn eftir. Matland sendir sms þegar varan er tilbúin til afhendingar. Sendingar út fyrir höfuðborgarsvæðið fara með Samskipum á afgreiðslur um allt land.

Ekki til á lager

Flokkur: Vörunúmer:19433

Lýsing

Ítarefni

Albert Eiríksson er með fína uppskrift að bláberjasultu á vefnum sínum, www.alberteldar.is.


Berjasulta frá Alberti. Mynd / Alberteldar.is

Sælkerabúðin að Völlum í Svarfaðardal. Mynd / Vellir

Varan

Aðalbláberin frá Völlum koma  í poka sem vegur 1.000 grömm. Berin eru frosin en þau geymast vel í frysti og eru fljót að þiðna. Kjörin í safa, “boost” eða út í jógúrtið eða súrmjólkina á morgnana.

Upprunaland: Ísland
Pökkun og dreifing: Sælkerabúðin á Völlum og Matland. Dreifing utan höfuðborgarsvæðisins er á vegum Samskipa.
Framleiðendur: Bjarni Óskarsson og Hrafnhildur Ingimarsdóttir, bændur á Völlum.

Þér gæti einnig líkað við…