Lýsing
Skirtsteik. Ytra-skirt.
Kílóverð: 4.190 kr.
Skirt-steikurnar eru frá sunnlenskum kúabúum.
Ágætt er að miða við 200-250 g á mann í aðalmáltíð.
Frystivara.
Á veitingastaðnum Skál! á Hlemmi hefur skirtsteik verið á matseðlinum frá upphafi. Í þessum rétti er á bilinu 160-170 g af skirtsteik. Þunnur vöðvi sem er lungnamjúkur þegar hann er rétt eldaður. Mynd / TB
Hvernig er best að elda skirt?
Ágætt er að miða við um 200-250 g á mann í aðalmáltíð. Matland mælir með að grilla skirt-steikina en það er líka hægt að elda hana á snarkheitri pönnu. Munið að láta hvíla eftir eldun og skerið síðan þvert á vöðvaþræðina. Flott að bera fram í þunnun sneiðum á bretti.
Kryddið eftir smekk. Matland mælir með að nota grófmulinn pipar og flögusalti frá Saltverki.
Ef búið er að frysta nautakjöt þá er gott að gefa sér góðan tíma í að afþíða kjötið í kæli. Mikilvægt er að taka út úr kæli a.m.k. klukkutíma áður en eldamennskan hefst og hafa kjötið við stofuhita.
Kjarnhiti nautakjöts
Lítið steikt / 52-55°
Lítið miðlungs / 55-60°
Miðlungs / 60-65°
Miðlungs mikið / 65-69°
Mikið steikt / 71-75°
Aðrar upplýsingar
Kjötið er unnið og pakkað hjá Villt og alið á Hellu.
Innihald: Ungnautakjöt – Skirtsteik.
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið á Suðurlandi.
Framleiðandi: Ferskar kjötvörur.
Sláturhús: Sláturhús SS á Selfossi
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.