Lýsing
Varan
Stonewallsósa – Truffle Aioli. Glútenfrí.
Stonewall Kitchen eru hágæða amerískar sælkeravörur. Fyrirtækið var stofnað af Jim Stott og Jonathan King árið 1991. Þeir byrjuðu að selja heimagerðar sultur á bændamarkaði í Portsmouth, New Hampshire til vina og vandamanna. Strax á fyrsta degi slógu sulturnar þeirra í gegn og hjólin byrjuðu að snúast. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag selja þeir undir vörumerki sínu Stonewall Kitchen fjöldann allan af sælkeravörum sem margar hverjar hafa unnið til verðlauna í sínum flokki. Fyrirtækið varð fyrst þekkt fyrir sulturnar sínar en í dag er það ekki síður þekkt pastasósur, salsa, salatdressingar, aioli, kex og margt fleira.
Næringargildi í 100 g eða 100 ml:
Orka: 2.801 kJ, 669 kkal
Fita: 73,7 g., þar af mettaðar fitusýrur 5,57 g
Kolvetni: 0,96 g
Þar af sykur 0,01 g, Fjölakóhól 0 g, sterkja 0 g.
Trefjar: 0,13 g
Prótein: 2,3 g
Salt: 1,8 g
Innihald: Canola olía, söltuð egg (heil egg, salt), hvít truffluolía (sólblómaolía, lífræn hvíttrufflu-blanda í olívuolíu). Hvítt edik, vatn, sinnepsduft, svartar trufflur, hvítlauksduft, náttúruleg bragðefni og Tocopherols (náttúruleg andoxunarefni).
Upprunaland: Ísland
Pökkun og dreifing: Stonewall – HB-heildverslun
Framleiðendur: Stonewall