Lýsing
Framleiðendurnir
Clemens van der Zwet og Elsa Jóhannesdóttir rækta túlipana í 70 fermetra gróðurhúsi í Stykkishólmi. Clemens er Hollendingur og er af ætt túlipanaræktenda þar í landi. Í fimmtíu ár hefur hann ræktað túlipana en síðustu 10 ár hefur hann verið búsettur á Íslandi. Túlipanarnir þeirra eru í öllum regnbogans litum og það eru 10 stykki í búntinu.
Leiðbeiningar
Þegar vöndurinn er kominn heim skaltu skera um 1 cm af stilkunum. Hafðu pappírinn utan um búntið og settu í ískalt vatn í hálftíma. Láttu vatnið aðeins ná 5 cm upp á stilkana. Eftir hálftíma er hægt að taka pappírinn af og bæta aðeins við vatnið. Þá ættu túlipanarnir þínir að vera reistir og fínir.
Varan
Túlipanar. 10 stk í búnti.
Upprunaland: Ísland. Laukarnir eru hollenskir.
Pökkun og dreifing: Clemens van der Zwet
Framleiðendur: Clemens van der Zwet, Garðaflöt 6, 340 Stykkishólmur.