Deila þessari síðu
Smörrebrauðsjómfrúin Katla Gunnarsdóttir & matreiðslumeistarinn Ólöf Helga Jakobsdóttir bjóða upp á matreiðslunámskeið í klassísku smörrebrauði þar sem hægt er að njóta þess besta úr danskri matarhefð.
Hráefnið, sem unnið er með á námskeiðinu, verður að miklu leyti beint frá býli í samvinnu við Matland. Skálað er í dönskum öl & snaps og að sjálfsögðu borðað saman.
„Okkur hlakkar til að bjóða ykkur í Gallerýið á veitingahúsinu Horninu. Þar sýnum við og þið lærið kúnstina á bak við danska smurbrauðið sem er einn af hornsteinum danskrar matarmenningar. Við förum yfir söguna á bak við smörrebrauðið, nýtnina, hráefnið og allar hefðirnar. Þegar við höfum „lagt upp“ smörrebrauðið setjumst við niður og njótum þess að snæða saman.
Kúnstin á bak við smörrebrauðið liggur í því að nýta árstíðabundið hráefni. Mikil virðing er borin fyrir fagurfræði og bragðsamsetningu smurbrauðsins,“ segir Katla.
Smurbrauðsjómfrú og matreiðslumeistari leiða saman hesta sína
Katla Gunnarsdóttir er smörrebrauðsjómfrú að mennt og starfar sem slík úti í Kaupmannahöfn. Hún býður upp á námskeið ytra á staðnum Tivolihallen sem er þekktur smurbrauðsstaður í miðborginni.
„Frá því að ég lauk sveinsprófi hef ég starfað á frokostveitingastaðnum Tívolíhallen í miðborg Kaupmannahafnar. Hann er í eigu smörrebrauðsjómfrúarinnar Helle Vogt en hún rekur eldhúsið upp á gamla mátann með klassísku smörrebrauði og dönskum réttum. Þar er lögð áhersla á heimagerðan mat, gott handverk og árstíðabundið hráefni.“
Námskeiðið og „frokosturinn” verður haldinn í húsnæði veitingahússins Hornsins við Hafnarstræti 15 í Reykjavík. Ólöf Helga Jakobsdóttir er yfirmatreiðslumeistari þar á bæ og rekur Hornið ásamt fjölskyldu sinni. Ólöf hefur m.a. reynslu úr ýmsum matreiðslukeppnum og er með alþjóðleg dómararéttindi. Hún hefur í stjórn Klúbbs matreiðslumeistara og stuðlaði m.a. að því á sínum tíma að stofna jafnréttisnefnd innan klúbbsins sem stendur vörð um jafnrétti klúbbmeðlima.
Hvað er innifalið?
Matreiðslunámskeið: 3 stykki smörrebrauð af seðli, 2 danskir flöskubjórar & 1 snaps.
Innifalið er allt hráefni, drykkjarvörur og kennsla.
Skráning á Matlandi. Takmarkaður sætafjöldi í boði. Verð fyrir 1 þátttakanda: 23.750 kr.
Nánari upplýsingar
Námskeiðið er haldið í Gallerýinu á veitingastaðnum Horninu í Hafnarstræti 15 í Reykjavík.
Allar nánari upplýsingar um námskeiðið eru veittar í netfangið katla@matkatla.dk
Matreiðslunámskeiðið tekur 3 klst. Hægt að velja á milli tveggja dagsetninga, föstudagsins 2. júní, og laugardagsins 3. júní. Námskeiðin byrja kl. 12.00 og lýkur kl. 15.00.
Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér og greiða námskeiðsgjaldið.
-
Taðreyktur lax – heilt eða hálft flak4.790 kr. – 9.340 kr.