Deila þessari síðu
Það eru margar leiðir að gera góða kartöflumús. Þessi er í fínni kantinum og hentar vel með sparimat.
- 1 kg bökunarkartöflur
- 150 g smjör
- 400 ml rjómi
Sjóðið kartöflur í potti með salti í um 20 mín. eða þangað til að þær eru soðnar.
Hellið vatninu af þegar þær eru orðnar mjúkar í gegn og látið gufa vel af þeim þeim.
Skrælið kartöflurnar og ýtið í gegnum karteflupressu. Þar á eftir að þrýsta mörðu kartöflunum í gegnum gróft sigti. Þá losnarðu við stórar klessur í músinni. Setið í hrærivél og þeytið þar til að hún er orðin lauflétt
Rjómi, smjör og salt sett í pott og brætt saman. Passið að fylgjast vel með pottinum svo ekki sjóði upp úr – bætið við kartöflurnar og hærið þar til að músin er orðin silkimjúk og áferð sem þú villt
Athugið að kartöflur geta verið mismunandi að gerð og það gæti þurft að bæta við meiri rjóma eða smjöri.
Salt og hvítur pipar eftir smekk.
Ungnautagúllas af Angus frá Gunnbjarnarholti
5.985 kr.Grænmeti í áskrift
Frá: 5.320 kr. / á mánuði