Skip to content Skip to footer

Svið frá Fjallalambi – 1 haus

1.390 kr.

Sviðahausarnir frá Fjallalambi á Kópaskeri eru verkaðir samkvæmt gömlum hefðum. Þau eru sviðin við eld og síðan skafin. Sviðin eru klofin í tvennt og fryst.

Frystivara. Hausarnir eru á bilinu 1200-1400 grömm en þeir eru seldir í stykkjatali. Tveir kjammar. Verð kr. 1.390 á haus.

Við sendum þér sviðin gegn vægu gjaldi eða þú sækir á afhendingarstað Matlands á Hrísateig 47 í Reykjavík daginn eftir kaup eða samdægurs ef pantað er fyrir hádegi. Matland sendir SMS þegar varan er tilbúin til afhendingar. Sendingar út fyrir höfuðborgarsvæðið fara með Samskipum á afgreiðslur um allt land.

5 á lager

Flokkar: , Merkimiðar: , , Vörunúmer:31779

Lýsing

Hvernig er best að matreiða svið?

Það er ekki flókið að sjóða svið. Þú þarft bara að hafa rúmgóðan pott, kalt vatn og 1 msk salt við hendina. Þau sem vilja vera flott á því setja 1-2 lárviðarlauf í pottinn ásamt 8-10 piparkornum (hér er miðað við suðu á 2 sviðum, alls 4 kjömmum).

Þíðið sviðin í kæli ef þau eru frosin. Skolið svið undir vatni og setjið í pott ásamt lárviðarlaufi, piparkornum og 1 msk af salti. Vatni hellt í pottinn, svo miklu að rétt fljóti yfir sviðin. Hitað að suðu og froða fleytt ofan af. Sviðin eru svo látin sjóða við fremur hægan hita í rúmlega 1 klst, eða þar til þau eru meyr. Þá eru kjammarnir teknir upp úr og látið renna vel af þeim. Bornir fram heitir eða kaldir með kartöflustöppu, soðnum gulrótum og rófustöppu.

Það er smekksatriði hvort fólk borðar sviðin köld eða heit.

 

Næringarinnihald

M.v. 100 grömm af sviðum (ætum hluta):

Orka: 1180 kJ, 282 kcal.
Prótein: 19,4 g
Fita: 9,8 g
Kólestról: 85 mg
Kolvetni: 0

Aðrar upplýsingar

Sviðin eru unnin og pakkað hjá Fjallalambi á Kópaskeri.

Innihald: 1 stk. verkaður dilkasviðahaus, sagaður í tvennt.
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið í N-Þingeyjasýslu
Framleiðandi: Fjallalamb, Röndinni 3, 670 Kópaskeri
Sláturhús: Fjallalamb á Kópaskeri
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is

Þér gæti einnig líkað við…