Norrænu Embluverðlaunin voru veitt í Osló í kvöld í þriðja sinn. Íslendingar riðu ekki feitum hesti frá verðlaunaathöfninni og hlutu engin verðlaun þetta árið frekar en í síðustu tvö skipti. Í ár voru það Norðmenn og Danir sem unnu þrenn verðlaun hvert og Svíþjóð hreppti ein verðlaun. Grænlendingar, sem tóku þátt í fyrsta skipti, fengu…
