Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

Fréttir

Hverjir hljóta Embluverðlaunin?
Norrænu Emblu-verðlaunin verða veitt í dag í Osló og hefst athöfn kl. 17.45 sem streymt verður á Facebook. Markmiðið með Embluverðlaununum er að gera norrænum mat- og matarmenningu hátt undir höfði og vekja athygli á því sem vel er gert í matvælageiranum.Embluverðlaunin eru haldin í þriðja sinn en þau voru fyrst veitt í Danmörku…
Vonast til að 2,5 milljarða styrkir stappi stálinu í bændur
Ráðgjafarhópur sem matvælaráðherra skipaði á dögunum vegna alvarlegrar stöðu á matvælamarkaði leggur til að ríkið komi til móts við búvöruframleiðendur með 2.460 milljóna króna stuðningi á árinu 2022. Tillögurnar hafa nú þegar verið lagðar fyrir ríkisstjórn.Steingrímur J. Sigfússon.Steingrímur J. Sigfússon var formaður hópsins en þar sátu einnig þær Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands,…
Matvælaráðherra vill kortleggja aðgerðir til að auka fæðuöryggi
Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, mun leiða svokallaðan spretthóp sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að skipa. Hópnum er ætlað að skila ráðherra tillögum og valkostagreiningu vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Aðrir í hópnum eru þær Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Saga Guðmundsdóttir, sérfræðingur í fjármála-…
Búum fækkar og tekjur standa í stað í landbúnaði
Hagstofa Íslands hefur tekið saman upplýsingar og birt á vef sínum um rekstur og efnahag bænda í fimm búgreinum á árunum 2008-2020. Um er að ræða upplýsingar úr rekstri sauðfjárbúa, kúabúa, annarra nautgripabúa, garðræktar og plöntuframleiðslu og loðdýraræktar.Af gögnunum að dæma er ljóst að búum heldur áfram að fækka og einingarnar stækka. Áframhaldandi…
Velta eykst í matvælaiðnaði en ýmsar blikur á lofti
Íslenskur matvælaiðnaður veltir 173 milljörðum króna á ári og um 5.500 manns eru starfandi í greininni sem er tæplega 3% af heildarfjölda vinnandi fólks í landinu. Sýnileg batamerki eru eftir erfiðleika í kjölfar heimsfaraldurs, veltan eykst og störfum fjölgar. Eftirspurn er vaxandi en aðfangakostnaður hefur hækkað skarpt síðustu mánuði og óvissa vegna stríðins í Úkraínu…
Smáframleiðendur matvæla láta bera á sér
Smáframleiðendur matvæla hafa verið duglegir síðustu misseri að koma vörum sínum á framfæri, m.a. í stórmörkuðum og við önnur tækifæri. Um þessar mundir er töluvert úrval af fjölbreyttum vörum í boði í stærstu verslunum Krónunnar og í Hagkaup. Þá munu matarfrumkvöðlar gefa smakk af sínum framleiðsluvörum í Iðnó á Nýsköpunarvikunni síðla föstudags.Matarbúrið í Krónunni…
Kartöflur ríkari af andoxunarefnum en margt litskrúðugt grænmeti
Vísbendingar eru um að meira mælist af andoxunarefnum í kartöflum en í ýmsum litsterkum grænmetistegundum og að sum innlend kartöfluyrki séu með mun minna kolvetnainnihald en algengt er erlendis. Þá hefur pökkun á grænmeti mikil áhrif á gæði þess og líftíma.Þetta kemur fram í niðurstöðum verkefnisins á vegum Matís sem heitir „Bætt gæði, geymsluþol…
Bændur flytja í Borgartúnið
Bændasamtök Íslands flytja í skrifstofubyggingu í eigu FÍ-fasteignafélags við Borgartún 25 í lok sumars. Lýkur þá 60 ára veru þeirra í Bændahöllinni, Hótel Sögu, sem samtök bænda byggðu á sjötta og sjöunda áratugnum og tóku í notkun árið 1962. Byggingin í heild sinni var seld Háskóla Íslands í vetur í kjölfar gjaldþrots Hótel Sögu ehf.…