Deila þessari síðu
Matland hefur til sölu fyrsta flokks sérmeyrnað lambakjöt frá fyrirmyndarbúinu Glitstöðum í Borgarfirði. Mjúkt og meyrt kjöt sem hefur fengið að hanga í sjö daga. Þegar kjötið fær að hanga minnkar vökvinn í því og það verður meyrara. Handverkssláturhúsið í Brákarey á heiðurinn af kjötvinnslunni og frágangi.
-
Lambahryggur frá Glitstöðum – sérmeyrnaður9.157 kr. – 13.319 kr.
-
Lambalæri frá Glitstöðum – sérmeyrnað9.129 kr. – 11.969 kr.
Glitstaðir eru blandað bú með kýr og kindur
Á Glitstöðum er rekið myndarlegt blandað bú með kýr og kindur. Mjólkurframleiðsla með 35 kúm er aðal-atvinnugreinin en á bænum eru líka 150 kindur. Að vera með 35 kýr í mjólkurframleiðslu þýðir að annað eins er í fjósi þ.e. geldkýr, kvígur og kálfar. Að jafnaði eru um 80 gripir í fjósinu sem fá allir sérlega gott atlæti.

Bændur á Glitstöðum eru hjónin Eiður Ólason og Guðrún Sigurjónsdóttir.
Eftirfarandi myndband var tekið upp á Glitstöðum haustið 2022 þar sem Guðrún sagði frá sögu bæjarins og hvernig búskapnum er háttað.
Kjötflokkun skiptir máli fyrir gæðin
Kjötið frá Glitstöðum er sérvalið af Matlandi, meirihlutinn gimbrar. Það flokkaðist að mestu í flokkana R2 og R3 sem segir að kjötið er vel holdfyllt og útlínur að mestu beinar. Fjórðungur af kjötinu sem er í boði í þetta sinn flokkaðist í U-flokk sem þýðir mjög góð holdfylling og að útlínur skrokkanna eru að mestu kúptar. Fituflokkunin er öll eðlileg (þar sem síðufita er undir 11 mm) með nokkrum undantekninum þar sem fitan er meiri.

Smekkur neytenda er misjafn en almennt þykir eftirsóknarvert að kjöt flokkist í E, U, eða R í kindakjötsmatinu EUROP. Lambakjötið frá Glitstöðum sem er í boði á Matlandi flokkaðist að mestu í R-flokk en fjórðungur í U-flokk. Mynd / Matís

Kóteletturnar frá Glitstöðum eru 30 mm þykkar.
Matland sendir þér kjötið gegn vægu gjaldi eða þú sækir daginn eftir pöntun í verslun Pylsumeistarans á Hrísateig 47 í Reykjavík. Þú færð færð SMS þegar varan er tilbúin til afhendingar. Sendingar út fyrir höfuðborgarsvæðið fara með Samskipum á afgreiðslur um allt land.

-
Súpukjöt frá Glitstöðum1.894 kr. – 2.166 kr.
-
Lambahryggur frá Glitstöðum – sérmeyrnaður9.157 kr. – 13.319 kr.
-
Lambalæri frá Glitstöðum – sérmeyrnað9.129 kr. – 11.969 kr.
-
Lambakótelettur (tvöfaldar) frá Glitstöðum – sérmeyrnaðar5.331 kr. – 7.116 kr.
-
Lambahakk frá Glitstöðum – sérmeyrnað2.890 kr.
-
Lambagúllas frá Glitstöðum, 1 kg- sérmeyrnað4.290 kr.
-
Ferskir úrbeinaðir grillskankar frá Glitstöðum – sérmeyrnaðir3.939 kr. – 4.414 kr.
-
Product on saleHamborgarar frá Glitstöðum – 20 stk.7.790 kr.