Hakk af 100% Aberdeen Angus holdagripum frá Stóra-Ármóti í Flóa. Kjötið er á bilinu 20-25% feitt og við köllum það “Ketóhakk”. Gripurinn var látinn hanga í 18 daga áður en hann var unninn. Það þýðir meyrara kjöt. Takið eftir að það er lítill vökvi sem fer úr hakkinu við steikingu – gæðavara sem unun er að nota í matreiðslu.
Alls 5 pk. x 500 g. Samtals 2,5 kg. Kílóverð: 3.490 kr. Frystivara.
Matland sendir þér vörurnar gegn vægu gjaldi eða þú sækir til Matlands á Hrísateig 47 í Reykjavík daginn eftir pöntun eða samdægurs ef pantað er fyrir hádegi. Við sendum SMS til að minna á þegar pöntun er tilbúin. Sendingar út fyrir höfuðborgarsvæðið fara með Samskipum á afgreiðslur um allt land.
Matland býður til sölu kjöt úr hreinræktuðum Aberdeen Angus nautgripum frá Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti í Flóa. Þetta er safaríkt og afar bragðgott hakk.
Gripurinn var látinn hanga í 18 daga til meyrnunar áður en hann var unninn í kjötvinnslu Villt & alið á Hellu.
Angus með yfirburði
Aberdeen Angus er heimsþekkt kjötframleiðslukyn sem nú ryður sér til rúms á Íslandi. Tilgangurinn með innflutningi fósturvísa og sæðis til Íslands er að búa til nýja blendinga Angusnauta og íslenskra gripa til að efla kjötframleiðsluna. Nú þegar sést að árangur af innflutningi erfðaefnis sýnir stórfelldar framfarir í framleiðslu nautakjöts hér á landi. Gripirnir vaxa hraðar og þurfa skemmri tíma til að ná mun betri holdfyllingarflokkun. Það þýðir aukna hagkvæmni í ræktunni, t.d. betri nýtingu á fermetra í gripahúsum, minni fóðurnotkun og vinnu við hvern grip.
Kvígur og kýr á sumarbeit við kynbótastöðina á Stóra-Ármóti.
Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti í Flóa. Hér eru kynbótagripirnir aldir við fullkomnustu aðstæður. Myndir / TB
Aðrar upplýsingar
Kjötið frá Stóra-Ármóti er er unnið og pakkað hjá Villt & alið ehf. á Hellu. Innihald: Nautgripahakk af 100% Angus holdakú, 20-25% feitt. Upprunaland: Ísland Slátrað og unnið á Íslandi. Alið á Stóra-Ármóti Framleiðandi: Villt & alið ehf. Sláturhús: Sláturhúsið Hellu Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is
Frekari upplýsingar
Magn
3kg., 4kg.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.
Ritaðu fyrstu umsögnina um “Angus ketóhakk frá Stóra-Ármóti – 5 pakkar” Hætta við svar
12.783 kr.–16.233 kr.Price range: 12.783 kr. through 16.233 kr.Veldu kosti
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
3.956 kr.–5.737 kr.Price range: 3.956 kr. through 5.737 kr.Veldu kosti
This product has multiple variants. The options may be chosen on the product page
Þessi síða notar vafrakökur. Nánari upplýsingar er að finna í persónuverndarstefnu okkar.ÉG SKILHAFNA
Privacy & Cookies Policy
Privacy Overview
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.