Lýsing
Hreint anguskjöt frá Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti í Flóa.
Tomahawksteik. Kílóverð: 9.990 kr. Ágætt er að miða við 200-250 g á mann í aðalmáltíð.
Kælivara.
Hreinræktaður Aberdeen Angus
Matland býður til sölu kjöt úr hreinræktuðu Aberdeen Angus-nauti frá Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti í Flóa. Þetta er safaríkt og afar bragðgott kjöt.
Gripurinn hékk í 16 daga til meyrnunar áður en hann var unninn í kjötvinnslu Villt & alið á Hellu.
Angus er kjötframleiðslukyn
Aberdeen Angus er heimsþekkt kjötframleiðslukyn sem nú ryður sér til rúms á Íslandi. Tilgangurinn með innflutningi fósturvísa og sæðis til Íslands er að búa til nýja blendinga Angusnauta og íslenskra gripa til að efla kjötframleiðsluna. Nú þegar sést að árangur af innflutningi erfðaefnis sýnir stórfelldar framfarir í framleiðslu nautakjöts hér á landi. Gripirnir vaxa hraðar og þurfa skemmri tíma til að ná mun betri holdfyllingarflokkun. Það þýðir aukna hagkvæmni í ræktunni, t.d. betri nýtingu á fermetra í gripahúsum, minni fóðurnotkun og vinnu við hvern grip.
Angus-kýr á sumarbeit við kynbótastöðina á Stóra-Ármóti.

Næringarinnihald
M.v. 100 grömm af millifeitu steiktu nautakjöti:
Orka: 765 kJ, 183 kcal.
Prótein: 24,3 g
Fita: 9,5 g, þ.a. mettaðar fitusýrur 4 g og ómettaðar 4,2 g
Kólestról: 72 mg
Kolvetni: 0
Hvernig er best að elda stóra Tomahawksteik?
Það eru ýmsar aðferðir við að elda stórsteikur eins og Tomahawk. Þetta er í raun sambærilegt við ribeyesteik nema rifbeinið fylgir með. Við á Matlandi mælum með að grilla Tomahawksteikina.
Gefið ykkur góðan tíma til að afþíða kjötið í kæli ef það er frosið. Mikilvægt er að taka steikina út úr kæli a.m.k. klukkustund áður en eldamennskan hefst og hafa kjötið við stofuhita.
Mælt er með því að nota kjöthitamæli við grillun og hætta þegar hann sýnir 52°C fyrir medium-rare. Hvílið steikina í a.m.k. 10 mínútur eftir eldun. Munið að steikin heldur áfram að eldast í hvíldinni og því ráðlegt að hætta grillun aðeins áður en æskilegu kjarnhitastigi er náð.
Kjarnhiti nautakjöts
Lítið steikt / 52-55° Lítið miðlungs / 55-60° Miðlungs / 60-65° Miðlungs mikið / 65-69° Mikið steikt / 71-75°
Aðrar upplýsingar
Kjötið frá Stóra-Ármóti er er unnið og pakkað hjá Villt & alið ehf. á Hellu.
Innihald: Nautakjöt af Angus, Tomahawk, stórsteik.
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið á Stóra-Ármóti
Framleiðandi: Villt & alið ehf.
Sláturhús: Sláturhúsið á Hellu
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.