Lýsing
Fyrsta flokks kjöt af Ölnautunum frá Hvammi í Ölfusi.
Brjóst/Brisket. Kílóverð: 4.090 kr.
Kælivara.
Hvernig er best að elda nautabrjóst?
Nautabrjóst sem á ensku nefnist “brisket” er vinsæll biti víða um heim. Í Bandaríkjunum nálgast það trúarbrögð hvernig brisket er reykt og grillað. Þar sem vöðvinn er mjög grófur þarf að elda nautabrjóst lengi og vel. Ýmist er hægt að búa til haustlegar kássur úr bitanum, þá með því að skera í gúllasbita og gera t.d. hinn klassíska “beef bourguignon” eða hreinlega hægelda í marga klukkutíma í heilu lagi, reykja og grilla.
Við hjá Matlandi mælum með að fólk helli sér í rannsóknastörf á netinu og finni viðeigandi uppskriftir sem henta hverju tilefni.
- Hér er uppskrift frá Evu Laufey Kjaran þar sem hún hægeldar naut.
- Og önnur fyrir lengra komna sem vilja reyna sig við reykingu og hægeldun á heilum bita.
Gefið ykkur góðan tíma til að afþíða kjötið í kæli ef það er frosið. Mikilvægt er að taka út úr kæli a.m.k. 1-2 klst. áður en eldamennskan hefst og hafa kjötið við stofuhita.
Það er búið að skrifa margar bækur um hið fullkomna brisket.
Hægeldað nautabrjóst sett í reyk á grilli. Eftir nokkra tíma þar er það látið hvíla.
Bændurnir
Í Hvammi búa bændurnir Pétur Benedikt Guðmundsson og Charlotte Clausen. Sonur þeirra Davíð Clausen er kjötiðnaðarmaður að mennt og sinnir nautaeldinu með þeim. Davíð er í landsliðshópi kjötiðnaðarmanna.
Nautin í Hvammi eru alin í rúmgóðum stíum og fá bjórhrat ásamt íslensku heyi alla sína ævi. Þess vegna kalla bændurnir þau „Ölnaut“. Síðustu þrjá mánuðina fyrir slátrun fá nautin alvöru bjór sem hjálpar til við að fita þau. Bjórinn kemur úr bjórverksmiðju og er ekki almenn söluvara. Hvert naut fær á bilinu 1-2 lítra af bjór á dag en hann er blandaður byggi sem ræktað er á bænum.
Bændurnir í Hvammi; Davíð, Pétur og Charlotte.
Davíð hefur þróað nautaeldið í Hvammi eftir veru sína á Hvanneyri.
Ungnautin í Hvammi í Ölfusi fá gott atlæti og eru í rúmgóðum stíum. Myndir / TB
Kjarnhiti nautakjöts
Lítið steikt / 52-55°
Lítið miðlungs / 55-60°
Miðlungs / 60-65°
Miðlungs mikið / 65-69°
Mikið steikt / 71-75°
Aðrar upplýsingar
Ölnautið frá Hvammi er unnið og pakkað af Ferskum kjötvörum.
Kælivara.
Innihald: Ungnautakjöt
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið í Hvammi í Ölfusi
Framleiðandi: Ferskar kjötvörur
Sláturhús: SS á Selfossi
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.