Lýsing
Framleiðendurnir
Við bjóðum Gunnar Bjarnason, Bio-bóndann í Litlu-Hildisey, velkominn til Matlands. Biobóndinn ræktar einungis lífrænt grænmeti og korn. Uppskera haustsins gaf af sér alls 10 yrki af lífrænum kartöflum og fjögur þeirra eru til sölu. Kartöflurnar eru flokkaðar í þrjár stærðir, allt frá smælki upp í stórar kartöflur. Bio-bóndinn útvegar Matlandi lífrænu kartöflurnar Levante, sem hann kallar Langa-Sela og Eldrauðar. “Við trúum því að við getum unnið með náttúrunni við að búa til hollan og góðan mat án þess að nota tilbúinn áburð eða eitur á plönturnar eða akrana,” segir Gunnar Bio-bóndi.
Varan
Lífrænt ræktaðar kartöflur, blandaðar. Eldrauðar og Langi Seli.
Upprunaland: Ísland.
Pökkun og dreifing: Biobóndinn, LItlu-HIldisey.
Framleiðendur: Gunnar Bjarnason, Litlu-Hildisey.