Skip to content Skip to footer

Lífrænar kartöflur frá Biobóndanum – 2 kg

1.710 kr.

Lífrænt ræktuðu kartöflurnar frá LItlu-HIldisey í Landeyjum hafa slegið í gegn í grænmetiskössum Matlands. Þessar kartöflur eru einfaldlega mjög góðar, fallegar og allar svo mátulegar. Nú er hægt að kaupa kartöflurnar einar og sér – og njóta þessarar einstöku gæðavöru.

2 x 1 kg. Verð á kg. 855 kr. Samtals 1.710 kr. fyrir tvo 1 kg pakka.

Matland afhendir vörur á Hrísateig 47 í Reykjavik daginn eftir kaup eða samdægurs ef pantað er fyrir hádegi. Keyrum út til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu og sendum um allt land með Samskipum.

2 á lager

Flokkur: Vörunúmer:54402

Lýsing

 

Framleiðendurnir

Við bjóðum Gunnar Bjarnason, Bio-bóndann í Litlu-Hildisey, velkominn til Matlands. Biobóndinn ræktar einungis lífrænt grænmeti og korn. Uppskera haustsins gaf af sér alls 10 yrki af lífrænum kartöflum og fjögur þeirra eru til sölu. Kartöflurnar eru flokkaðar í þrjár stærðir, allt frá smælki upp í stórar kartöflur. Bio-bóndinn útvegar Matlandi lífrænu kartöflurnar Levante, sem hann kallar Langa-Sela og Eldrauðar. “Við trúum því að við getum unnið með náttúrunni við að búa til hollan og góðan mat án þess að nota tilbúinn áburð eða eitur á plönturnar eða akrana,” segir Gunnar Bio-bóndi.

Varan

Lífrænt ræktaðar kartöflur, blandaðar. Eldrauðar og Langi Seli.

Upprunaland: Ísland.
Pökkun og dreifing: Biobóndinn, LItlu-HIldisey.
Framleiðendur: Gunnar Bjarnason, Litlu-Hildisey.

Þér gæti einnig líkað við…