Skip to content Skip to footer

Nautarif frá Holti

Price range: 2.104 kr. through 5.608 kr.

Nautarif (e. short ribs) af holdagripum frá Holti í Álftaveri. Kjötið er vel hangið en það fékk 14 daga í meyrnun áður en það var unnið. Gripirnir í Holti eru eingöngu grasfóðraðir.

Þú velur þína stærð með því að velja í fellivalsglugganum hér undir. Kílóverð er 3.590 krónur. Frystivara.

Matland sendir þér vörurnar gegn vægu gjaldi eða þú sækir til Matlands á Hrísateig 47 í Reykjavík daginn eftir pöntun eða samdægurs ef pantað er fyrir hádegi. Við sendum þér SMS þegar pöntunin er tilbúin. Sendingar út fyrir höfuðborgarsvæðið fara með Samskipum á afgreiðslur um allt land.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: , , Merkimiði: Vörunúmer:69964

Lýsing

Hvernig er best að elda nautarif?

Nautarif krefjast langrar eldunar og það er best að hafa þolinmæðina með í för þegar þau eru matreidd.

Kryddið eftir smekk. Matland mælir með að nota grófmulinn pipar og flögusalt.

Fjórar aðferðir sem Matland mælir með:

  1. Sjóðið rifin í potti. Setjið bjór, vatn, grænmeti og krydd í pott ásamt rifjunum og látið malla við lágan hita í 3 klst. Skellið svo rifjunum á snarkheitt grill og penslið með bbq-sósu.
  2. Rifin sett í eldfast mót í ofn. Látið bjór í botninn ásamt grænmeti og kryddi. Hafið ofninn í 100-120°C og látið malla í a.m.k. 3 klst. Passið að bleyta jafnt og þétt og ekki láta þorna. Hækkið hitann í lokin til þess að ná upp skorpu.
  3. Reykið og eldið rifin í reykofni eða smoker. Eldið í 100-120°C hita í 3 klst. Takið rifin að því loknu og stráið púðursykri, salti og pipar á bitann. Vefjið í álpappír eða sérstakan smjörpappír og hendið aftur inn í hitann í 1 klst.
  4. Þegar Klúbbur matreiðslumeistara hélt hátíðarkvöldverð um áramót voru nautarif frá Hvammi fyrir valinu. Þá voru þau sett í saltpækil í um 15 klst. og síðan sous-viduð á 79°C í 15-20 klst. Eftir það voru rifin kæld niður, beinin tekin af og bitarnir grillaðir á háum hita og penslaðir með unagi-gljáa. Skoðið nánar upplýsingar um aðferðina og uppskriftina hér.

Ef búið er að frysta nautakjöt þá er gott að gefa sér góðan tíma í að afþíða kjötið í kæli. Mikilvægt er að taka út úr kæli a.m.k. klukkutíma áður en eldamennskan hefst og hafa kjötið við stofuhita.

Rifin sem meðlimir í Klúbbi matreiðslumeistara elduð við hátíðarkvöldverð um síðustu áramót. Sjá lýsingu og uppkskrift.

Bændurnir

Í Holti í Álftaveri í Skaftárhreppi reka tvær kynslóðir blandað bú með mjólkurkýr, sauðfé og holdagripi ásamt hrossum. Ábúendur í félagsbúinu Holti eru Konný Sif Gottsveinsdóttir, Þorbergur Jónsson, Gottsveinn Eggertsson og Svana Sigurjónsdóttir.


Nautgripir í Álftaveri.  Mynd / TB

Aðrar upplýsingar

Frystivara.

Innihald: Ungnautakjöt af holdagripum, rif (e. short ribs).
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið í Holti í Skaftárhreppi
Framleiðandi: Villt og alið ehf. á Hellu
Sláturhús: Sláturhúsið Hellu
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is

Frekari upplýsingar

Rif, þyngdir

586 g, 640 g, 712 g, 824 g, 858 g, 858 g, 908 g, 970 g, 1122 g, 1128 g, 1230 g, 1242 g, 1260 g, 1260 g, 1290 g, 1294 g, 1296 g, 1318 g, 1334 g, 1350 g, 1562 g, 1670 g, 1824 g

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Nautarif frá Holti”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þér gæti einnig líkað við…