Lýsing
Sigurður Haraldsson, kjötmeistari Íslands 2022 og 2024, á heiðurinn af pylsunum sem eru í boði á Matlandi. Hann notar úrvalshráefni frá Stjörnugrís sem er með svínabú á Melum í Melasveit og á Kjalarnesi. Markmið Sigurðar er að framleiða vörur sem eru lausar við öll óþörf íblöndunarefni og innihalda eingöngu kjöt, krydd og salt.
Pylsurnar frá Pylsumeistaranum hafa löngu sannað sig og hópur þeirra sem gera sér ferð eftir þessum einstöku gæðapylsum fer sífellt stækkandi. Nú er í fyrsta sinn hægt að kaupa pylsurnar á netinu og fá sendar heim gegn vægu gjaldi – eða sækja í Matland á Hrísateig 47.
Kílóverð á öllum pylsum er það sama en pakkarnir eru misstórir á milli pylsutegunda. Kílóverð er 3.399 kr. og er það sama og í verslun Pylsumeistarans við Laugalæk.
Innihald í hverri pylsutegund er tiltekið á pakkanum og sést á meðfylgjandi myndum. 3-5 pylsur eru í hverjum pakka, mismunandi eftir tegundum og stærðum.
Fyrirvari: Það getur komið fyrir að pylsurnar séu ekki til á lager þann dag sem pöntun er gerð. Þegar það gerist þá höfum við samband og leysum máliö.
Soðin vara. Kælivara
Innihald: Svínakjöt / Grísakjöt (sjá merkingar á pökkum)
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið í svínabúum Stjörnugríss
Framleiðandi: Kjöt- og Pylsumeistarinn ehf.
Sláturhús nr. A004 – Sláturhús Stjörnugríss í Saltvík
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is
Sigurður Haraldsson, kjötiðnaðarmeistari, leiðbeinir viðskiptavinum í verslun Pylsumeistarans við Hrísateig. Hann var útnefndur Kjötmeistari Íslands árið 2022 af fagfélagi kjötiðnaðarmanna.
Góð ráð
- Það er gott að skera aðeins í þykkari grillpylsurnar áður en þær eru settar á grillið eða pönnuna, þegar safi byrjar að leka úr sárinu er pylsan tilbúin.
- Þegar ósoðin pylsa er steikt er gott að setja svolítið vatn á pönnuna og rúlla henni í því á meðan það hitnar. Pylsan steikist svo þegar vatnið er gufað upp.
- Best er að grilla pylsur ekki við mikinn hita.
- Ósoðnu pylsurnar má einnig setja stutta stund í örbylgjuofn áður en þær eru settar á grillið.
- Pylsur úr frysti þurfa að þiðna áður en þær eru settar á grillið. Best er að allar pylsur séu við stofuhita þegar byrjað er að grilla þær.
Pylsur frá Pylsumeistaranum eru ljúffengar á brönsborðið.