Skip to content Skip to footer

Sveppasósa frá Villt að vestan

780 kr.

Sveppasósa með íslenskum Flúðasveppum í bréfi.

1 bréf inniheldur 21,7 g af dufti sem blandað er út í vatn og rjóma. Sósugerðin verður leikur einn og tekur ekki nema 5 mínútur. Um 3-4 skammtar í hverju bréfi.

Matland afhendir vörur á Hrísateig 47 í Reykjavik daginn eftir kaup eða samdægurs ef pantað er fyrir hádegi. Keyrum út til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu og sendum um allt land með Samskipum.

Flokkar: , Merkimiðar: , , , Vörunúmer:54123

Lýsing

Framleiðendurnir

Villt að vestan er fjölskyldufyrirtæki í Önundarfirði sem er rekið af Eyvindi Atla Ásvaldssyni og Sæbjörgu Freyju Gísladóttur frá Flateyri. Saman hafa þau unnið að þróun og framleiðslu á sósum úr íslenskum sveppum síðustu misseri.

“Hugsun okkar var sú að opna á fleiri nýtingarmöguleika í skógrækt og að skógarbændur geti selt sveppi sem þeir tína eða selt öðrum aðgang að sveppatínslusvæðum. Sjálfbær sveppatínsla með virðingu fyrir náttúrunni er okkar leiðarljós. Sveppina fyrir sósurnar tínum við að miklu leyti sjálf en kaupum líka af skógarbændum eða fólki sem tínir fyrir okkur. Til dæmis eru lerkisveppirnir í sósunum frá Hringveri í Skagafirði,” segir Sæbjörg.

Upphaflega spratt hugmyndin að sveppasósum út frá því að Sæbjörg tíndi alltof mikið af sveppum í beitarskógi í Önundarfirði. Eitthvað varð að gera við þá, og jafnframt að sjá til þess að Sæbjörg gæti tínt enn fleiri sveppi, og upp úr því bjó Eyvindur til uppskriftina fyrir pakkasósurnar með lerki- og furusveppum.

Eyvindur og Sæbjörg í sveppatínslu í vestfirskri náttúru. Mynd: Haukur Sigurðsson

Villt að vestan hefur hlotið styrki til þróunar, m.a. frá Högum, Uppbyggingarsjóði Vestfjarða og Þróunarsjóði Flateyrar.

Leiðbeiningar

1) Setjið 1 dl af vatni og 2 dl af rjóma í pott.
2) Bætið þurrblöndunni við.
3) Hrærið í á meðan hitað er að suðu.
4) Látið malla í 5 mín. á lágum hita.
5) Berið fram.

Þau sem vilja styrkja sósuna geta bætt við soði úr eldamennskunni, steikt sveppi eða sett auka smjörklípu í sósuna áður en hún er borin fram.

Varan

Sveppasósa. Flúðasveppir.
Nettómagn: 21,7 g.

Næringargildi í 100 g:
Orka: 1326 kJ, 313 kkal
Fita: 0,4 g., þar af mettaðar fitusýrur 0,1 g
Kolvetni: 65 g
Þar af sykurteg. 10,0 g
Trefjar: 5,4 g
Prótein: 20 g
Salt: 11 g

Innihaldslýsing: Sósujafnari, (kartöflusterkja, mjólkursykur, maltódextrín, hrísmjöl), Flúðasveppir 18%, lambakraftur (lambakjöt, hvítlaukur, tómatar, kryddjurtaþykkni, glúkósasíróp, salt, gerþykkni, bragðefni, sykur, rapsolía), sveppakraftur, (sveppaþykkni, maltódextrín, salt, gerþykkni, glúkósasíróp, bragðefni, sólblómaolía), timían, sýra (sítrónusýra), hvítlauksduft.

Ofnæmis- og óþolsvaldar: Mjólkursykur.

Upprunaland: Ísland
Pökkun og dreifing: Villt að vestan.
Framleiðendur: Villt að vestan, 425 ehf. Hafnarbakki 8, 425 Flateyri.

Þér gæti einnig líkað við…