Lýsing
Hnýfill á Akureyri
Fiskverkunin Hnýfill var stofnuð i desember 1995 og hafði aðsetur á Skipatanga á Akureyri. Árið 1999 festu eigendur Hnýfils kaup á 480 m2 húsi að Óseyri og fluttu inn í húsnæðið um áramótin 2000. Húsnæðið var þá 15 ára gamalt, mjög vandað og snyrtilegt hús til allrar matvælavinnslu. Markmið félagsins er reyking hverskyns sjávarafurða og sala þeirra, einnig saltaðra, þurrkaða og nýrra fiskafurða á nærmarkaði.
Vörurnar sem Hnýfill selur og framleiðir á smásölu- og mötuneytamarkað í reykvörulínunni eru: kofareyktur silungur, lax, og rauðmagi, hrefnukjöt en einnig reykt ýsa og þorskur. Einnig framleiðir fyrirtækið talsvert af gröfnum laxi.
Innihaldslýsing
Lax. Frystivara.
Gæti innihaldið smábein. Engin íshúð. Geymist við -18°C.
Næringargildi í 100 g.:
Orka 741 kJ/178 kkal
Fita 10,8 g
-þar af mettuð 2,2 g
Kolvetni 0 g
-þar af sykurtegundir 0 g
Trefjar 0 g
Prótein 20,1 g
Salt 0,4 g