Deila þessari síðu
Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir er ungur bóndi og rekur garðyrkjustöðina Gróður við Flúðir. Hún er nýbúin að kaupa stöðina en hún útskrifaðist af garðyrkjubraut Landbúnaðarháskóla Íslands síðasta vor. Matland býður upp á grænmeti frá Höllu Sif á næstu vikum en fyrsti grænmetiskassinn frá Gróðri er kominn í sölu.
Stöðin er staðsett við bakka Litlu-Laxár, beint á móti vinsælli baðlaug sem er full af ferðamönnum flesta daga. Halla Sif er með 12 manns í vinnu á stöðinni yfir sumartímann enda í mörg horn að líta. Í Gróðri eru ræktaðir tómatar, bæði svokallaðir Sólskinstómatar, sem eru smátómatar, og hefðbundnir rauðir stórir tómatar.
Smátómatarnir eru „cherry plum“ tómatar og líta nánast út eins og litlar paprikur. Stóru tómatarnir heita „Encore“ og þykja mjög bragðgóðir en gefa heldur minni uppskeru en önnur helstu framleiðsluyrki.
Halla Sif er líka með útiræktað grænmeti og er sellerí fyrirferðarmest. Þá eru ýmsar tilraunir í gangi og meðal annars má finna sykurertur, fennel og kúrbít í smáum stíl í stöðinni sem viðskiptavinir Matlands fá að njóta.
Það er sérstakt við stöðina hennar Höllu að hluti útiræktunarinnar fer fram í náttúrulega heitum jarðvegi sem gerir það að verkum að sprettan er góð og kjöraðstæður til ræktunar.
Matland býður upp á grænmetiskassa frá Gróðri á Flúðum sem inniheldur eftirfarandi:
- 2 kúrbítar
- 1 fennel
- 2 greinar af sólskinstómötum (grænir og rauðir)
- 4 tómatar
- 1 búnt af selleríi með blöðum
- Nokkrar sykurertur fyrir bragðlaukana
- 2 kg af kartöflusmælki frá Seljavöllum í Hornafirði
-
Product on saleLífræni kjötpakkinn frá BiobúOriginal price was: 23.008 kr..21.390 kr.Current price is: 21.390 kr..
-
Product on saleGrænkerapakkinn frá MabrúkaOriginal price was: 9.950 kr..7.990 kr.Current price is: 7.990 kr..