Deila þessari síðu
Ég fékk þá skyndihugdettu í vinnunni um daginn, eftir að hafa keypt mér þessi fínu formkökubrauð í Hagkaup, að prófa eitthvað alveg nýtt sem ég hafði ekki smakkað áður. Úr því komu þessar svaka fínu og bragðmiklu kökur sem slógu í gegn hjá öllum þeim sem smökkuðu. Það skemmir ekki fyrir að hún uppskriftin er svolítið jólaleg og kakan myndi sóma sér vel á borðum á aðventunni.
Hráefni – (athugið að þetta er fyrir tvær kökur)
3-4 bananar
4 egg
400 g smjör
2 lítil vanilluskyr
4 Anton Berg marsipan súkkulaðistykki
100 g smátt skorinn þurrkaður mangó
2 sykurlausar Fanta í dós
400 g döðlur
1 dl brandy (ég var bara með matarvínið)
1 msk salt
1 msk matarsódi
1/2 msk lyftiduft
1 poki ljós súkkulaðispænir / má alveg vera dökkur
600 g hveiti
Nokkrar piparkökur
Karamella
2 litlar dósir af niðursoðinni mjólk (e. condensed milk)
Aðferð:
Sjóðið dósina óopnaða í potti í rúman klukkutíma þannig að vatnið fljóti yfir allan tímann, mikilvægt að láta kólna í ca. 2 klst. og síðan opnuð. Mjólkin verður að karamellu við suðuna. Mér finnst alltaf gott að setja smá sjávarsalt eða bara salt ef hitt er ekki til og smakka til eftir smekk. Það er ekkert nauðsynlegt, gefur bara smá auka kikk og mér finnst muna um það.
Aðferð
Stappið saman banana og egg í skál. Þar næst skyrinu og brandýinu og hrærið vel saman bara með sleif eða písk.
Bræðið smjör í potti og bætið þar næst Fantanu og döðlunum og smátt skorna mangóinum. Leyfið að sjóða í augnablik þannig það þykkni svolítið. Passið bara að hræra reglulega í svo það brenni ekki við.
Á meðan blandan mallast, hrærið þá restina af þurrefnunum saman við banana skyrblönduna og brandýið smátt og smátt þar til verður kekklaust. Það er alveg óþarfi að notast við hrærivél eða þess háttar.
Blandið svo vökvanum saman við og hrærið þar til degið verður fallega silkimjúkt.
Smyrjið þar næst mjög vel tvö formkökuform, ég notaði olíusprey, ekki vera feimin að smyrja nóg svo að auðvelt verði að ná kökunni úr þegar hún er tilbúin. Skiptið deginu jafnt í formin og lokið með álpappír.
Ég notaði svona Pyrex formkökuform með gati. Kemur líka fallegt mynstur en auðvitað má nota hvaða formkökuform sem er á meðan kakan passar.
Ég lokaði vel með álpappír og tróð samt bara niður kantana á gatinu í miðjunni þannig það lokaðist ekki alveg.
Svo setti ég formin í heitan ofn með blæstri á ca. 170°C-180°C í um það bil 45 mínútur eða þar til pinni kom hreinn út úr miðjunni, ef svo er, þá takið þið álpappírinn af og leyfið að bakast í ca 5-7 mín í viðbót.
Látið kólna nokkuð vel áður en þið losið úr forminu. Svo þegar kakan er orðin þokkalega vel köld og komin á fallegan disk, þá hellið þið karamellunni yfir og ekkert vera að spara hana, því hún er svo góð. Svo síðast myljið þið niður piparkökur og stráið yfir kökuna og í kantana eins og þið getið og eins mikið og þið viljið og njótið svo með góðum heitum drykk að eigin vali.
Einnig væri gott að bæta við rúsínum eða kúrenum og sjóða þær þá í pottinum með restinni til að mýkja þær upp.
-
Product on saleKjöt í kassa – 5 pk. hakk, 5 hamborgarar, 2 pk. snitsel og 2 pk. gúllasOriginal price was: 19.670 kr..18.290 kr.Current price is: 18.290 kr..
-
Grænmeti í áskriftFrá: 5.320 kr. / á mánuði
-
Fiskur í áskriftFrá: 1.785 kr. / á mánuði
-
T-beinssteik af Angus frá Gunnbjarnarholti9.409 kr. – 13.223 kr.
-
Nautatólg frá Hvammi – hrein1.490 kr.
-
Nautahakk (8-12%) Angus frá Gunnbjarnarholti 5 x 500 g8.225 kr.
-
Íslenskar rækjur – innfjarðarrækja frá Vestfjörðum – 1 kg2.980 kr.