Deila þessari síðu
Það er einfalt og fljótlegt að gera gott snitsel. Lykilatriði er að vera með gott kjöt sem er meyrt og mjúkt undir tönn. Kjötið á myndunum er nautasnitsel en sömu lögmál gilda um grísasnitsel eða kálfasnitsel. Allt mjög gott!
Þú þarft að hafa þessi hráefni við hendina og þá er eftirleikurinn auðveldur:
- 1 pk af snitseli (nauta, kálfa- eða svínasnitsel)
- 2 egg
- 1 msk Dijon sinnep
- 1 sítróna
- Panko brauðraspur
- kapers
- salt
- pipar
- olía til að steikja upp úr
-
Grísasnitsel frá Litla búgarðinum1.976 kr. – 2.723 kr.
-
Nautasnitsel af 100% Angus frá Stóra-Ármóti1.464 kr. – 2.568 kr.
Gott kjöt skiptir miklu máli. Í 700 g pakka eru yfirleitt á bilinu 4-5 sneiðar.
Undirbúið “blöndunarstöðvarnar” í byrjun. Egg, sinnep, salt og pipar slegið saman á einum disk.
Raspurinn á sínum disk.
Kjötið tilbúið og því síðan velt upp úr eggjablöndunni.
Síðan er sniselinu velt upp úr raspinum.
Olía á pönnu og steikt við vægan hita í 1-1,5 mín á hvorri hlið. Passið að hafa næga olíu á pönnunni og mikilvægt að brenna ekki raspinn.
Fallegt ekki satt?
Margt meðlæti er leyfilegt með snitseli – best að láta hugmyndafluginu að ráða. En sítróna og kapers er ómissandi. Kartöflusalat, rauðkál, súrar gúrkur og ferskt grænmeti passa einstaklega vel með snitsel.
Fullkomin eldun á nautasnitseli! Bleikt og mjúkt.
-
Product on saleKjöt í kassa – 5 pk. hakk, 5 hamborgarar, 2 pk. snitsel og 2 pk. gúllasOriginal price was: 19.670 kr..18.290 kr.Current price is: 18.290 kr..
-
Grísasnitsel frá Litla búgarðinum1.976 kr. – 2.723 kr.
-
Grænmeti í áskriftFrá: 5.320 kr. / á mánuði
-
Hamborgarar (12-15%) af Angus frá Gunnbjarnarholti – 10 stk.5.180 kr.
-
Nautasnitsel af 100% Angus frá Stóra-Ármóti1.464 kr. – 2.568 kr.
-
Grísafille frá Litla búgarðinum2.581 kr. – 3.275 kr.