Deila þessari síðu
Sölufélag garðyrkjumanna hefur undanfarin ár valið „ræktendur ársins“ innan sinna raða. Í ár hlutu hjónin Inga Sigríður Snorradóttir og Óli Finnsson á garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarási þennan heiður.
Óli og Inga hafa komið með nýjungar inn á markaðinn eins og eldpipar, sætar paprikur og snakkpaprikur. Þessar tegundir hafa slegið í gegn og njóta sífellt meiri vinsælda. Auk þess rækta þau steinselju og ýmsar tegundir af salati. Grænmetið frá Heiðmörk er reglulega í grænmetiskössum Matlands.
-
Grænmeti í áskriftFrá: 4.995 kr. / á mánuði
-
Skirtsteik af Suðurlandi1.847 kr. – 2.706 kr.
Fjölskyldan flutti árið 2021 úr Grafarvogi í Laugarás í Bláskógarbyggð eftir að hafa fest kaup á garðyrkjustöðinni Heiðmörk.
Heiðmerkursalatið og steinseljan eru sennilega þekktustu vörur garðyrkjustöðvarinnar. Auk Heiðmerkursalatsins er ræktaður fjöldinn allur af salattegundum sem koma ýmist í blöndum til neytenda eða einar og sér.
Allt sem vex í gróðurhúsunum á Heiðmörk er ræktað frá fræi og öllu grænmetinu er pakkað í neytendaumbúðir á staðnum. Gróðurhúsin á Heiðmörk eru 2500 fermetrar að stærð og er heilsárslýsing í þeim öllum.
Óli er menntaður Garðyrkjufræðingur úr Garðyrkjuskólanum en á einnig að baki feril sem kvikmyndagerðarmaður. Áhugi hans á garðyrkju kviknaði eftir útvarpsviðtal þar sem meðal annars kom fram hvað væri hægt að rækta fjölbreyttar og framandi plöntur í gróðurhúsum á okkar kalda landi, allt frá tómötum og gúrkum yfir í kaffiplöntur og bananatré.
/Heimild: www.islenskt.is / Myndir: SFG
-
Grænmeti í áskriftFrá: 4.995 kr. / á mánuði
-
Product on saleTvíreykt sauðahangilæri með beini – 25% afslátturOriginal price was: 27.997 kr..20.998 kr.Current price is: 20.998 kr..