Deila þessari síðu
Uxakjöt frá Reykjahlíð á Skeiðum er komið í sölu á Matlandi. Uxakjöt er af nautum sem eru gelt um 6 mánaða aldur. Kjötið þykir mjög meyrt og vel fitusprengt þar sem vaxtarhraði er hægari en í hefðbundnu nautaeldi. Uxarnir eru nokkuð spakir og eru eins mikið utandyra og mögulegt er.
Gripirnir í Reykjahlíð fá einungis heimaræktað hey og bygg ásamt óerfðabreyttu kjarnfóðri án pálmafitu. Allt heimaræktað fóður er framleitt án eitur-og varnarefna.
Bændurnir Ingvar Hersir Sveinsson og Melissa Line í Reykjahlíð á Skeiðum búa með kýr og ala uxa í sláturstærð. Þau hafa um nokkur skeið selt kjöt beint frá býli undir heitinu „Búkostakjöt“. Foreldrar Ingvars Hersis eru þau Katrín H. Andrésdóttir dýralæknir og Sveinn Ingvarsson líffræðingur sem hafa búið á jörðinni um árabil. Saman reka þau einkahlutafélagið Búkosti sem heldur utan um búreksturinn í Reykjahlíð.
Við bjóðum bændurna í Reykjahlíð velkomna með sitt gæðakjöt á Matland.
-
Birkireykt salt frá Saltverki1.345 kr.