Deila þessari síðu
Matland býður grænmetiskassa í hverri viku þar sem eru á bilinu 8-11 tegundir af grænmeti hverju sinni. Allt það ferskasta og nýjasta sem er í boði á markaðnum. Frá og með grænmetiskassa #16, sem dreift verður daginn fyrir sumardaginn fyrsta, munum við bjóða endrum og eins upp á eina tegund af 2. flokks grænmeti sem ekki er selt í búðum vegna stærðar eða lögunar. Þetta er grænmeti sem er glænýtt og í fullkomnu lagi en passar ekki inn í þá útlitsstaðla sem stuðst er við í nútímanum.
Í næsta grænmetiskassa verður 1/2 kg af smárófum frá Þórisholti og í þar næsta kassa verða litskrúðugar paprikur frá Flúðajörfa.
Með þessu viljum við auka enn á fjölbreytni í grænmetiskössunum okkar en líka stuðla að minni matarsóun og betri nýtingu matvæla.
-
Grænmeti í áskriftFrá: 4.995 kr. / á mánuði
-
Grillpakki #1 – Hamborgarar, nautakjöt og pylsur13.490 kr.
-
Birkireykt salt frá Saltverki1.345 kr.