Skip to content Skip to footer

Hólsfjallahangikjöt – úrbeinað sauðahangilæri í rúllu

10.341 kr.20.225 kr.

Matland kynnir með stolti Hólsfjallahangikjöt af þingeyskum sauðum frá Fjallalambi á Kópaskeri. Úrbeinað læri í rúllu. Ekta sauðahangikjöt af veturgömlu þykir einstaklega gott. Það er bragðmikið en heldur mýkt lambakjötsins. Þeir sem byrja að borða hangikjöt af veturgömlu vilja gjarnan ekkert annað.

Hólsfjallahangikjötið er landsþekkt vörumerki úr N-Þingeyjarsýslunni. Kjöt sem er unnið samkvæmt gömlum hefðum hjá Fjallalambi. Það er taðreykt og kappkostað að nota eins lítið salt og mögulegt er í vinnslunni.

Kælivara. Verð á kg. er 6.360 kr. Rúllurnar eru misstórar eða á bilinu 1,5-1,9 kg.

Við sendum þér hangikjötið gegn vægu gjaldi eða þú sækir til Matlands á Hrísateig 47. Afhent samdægurs ef pantað er fyrir hádegi, annars daginn eftir kaup. Matland sendir SMS þegar varan er tilbúin til afhendingar. Sendingar út fyrir höfuðborgarsvæðið fara með Samskipum á afgreiðslur um allt land. 

Veldu hér undir þá stærð sem hentar þér.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: , , Merkimiðar: , , , , Vörunúmer:31431

Lýsing

Hólsfjallahangikjötið og Fjallalamb á Kópaskeri

Fjallalamb hefur um árabil boðið upp á hangikjöt af veturgömlum sauðum sem hefur skapað fyrirtækinu þó nokkra sérstöðu og fastan viðskiptavinahóp.

Kjötið er pækilsaltað (ekki sprautusaltað) í upphafi og áhersla er lögð á að salta það mjög lítið.

Reykingaraðferðin hjá Fjallalambi er byggð á gömlum hefðum, þó kjötið sé kaldreykt í nútíma reykofnum. Kjötið fær góðan tíma í reyknum og það er látið hanga á milli þess sem kveikt er undir og það látið þorna. Eftir reykinguna er kjötið látið hanga í nokkra daga til viðbótar áður en því er pakkað.

Fjallalamb hefur markaðssett hangikjötið undir nafninu „Hólsfjallahangikjöt“ um árabil. Nafnið tengist landshorninu og var fé sem gengið hafði á Hólsfjöllunum rómað fyrir vænleika og gæði. Féð sem Fjallalamb vinnur gengur þó ekki allt á Hólsfjöllunum nú til dags. Það kemur frá um 50 sauðfjárbændum sem búa víðs vegar í Þingeyjarsýslu.

Hangikjöt soðið í vatni

Hafið í huga að hangikjöt af veturgömlum sauð þarf að sjóða heldur lengur en ef um lamb er að ræða. Ágætt er að miða við 200-250 g á mann af hangikjöti.

  1. Setjið hangikjöt í pott með köldu vatni þannig að fljóti yfir kjötið. Hleypið suðunni upp (alls ekki láta bullsjóða) og látið hangikjötið vera við suðumark í 45-55 mín. per kg, athugið að skoða þyngdina á bitanum fyrst.
  2. Takið pottinn af hitanum og látið kjötið kólna í soðinu. Þetta má gjarna gera degi áður en hangikjötið er borðað og best að leyfa að vera í pottinum yfir nótt. Húsráð frá sláturhússtjóranum á Kópaskeri er að setja einn pilsner eða jafnvel bjór út í soðið þegar búið er að slökkva undir. Ölið gefur einhverja óútskýrða mýkt í kjötið að hans mati!
  3. Skerið í fallegar sneiðar og berið fram með uppstúf með kartöflum, rauðkáli, grænum baunum og laufabrauði.

Hangikjöt eldað í ofni

Sumir kjósa að elda hangikjöt í ofni. Vefjið þá úrbeinuðu hangikjötslæri í álpappír (gjarnan í tvöfalt lag) og setjið á grind með ofnskúffu undir. Setjið inn í 130°C heitan ofn.  Notið kjöthitamæli og eldið kjötið þangað til kjarnhitinn nær 65°C. Athugið að þessi aðferð getur tekið góðan tíma, um 3-4 klst. með stórar rúllur. En hangikjötið verður meyrt og bragðgott ef allt heppnast vel.

Næringarinnihald

M.v. 100 grömm af hangilæri

Orka: 801 kJ, 192 kcal.
Prótein: 21,0 g
Fita: 12 g, þ.a. mettaðar fitusýrur 5,3 g
Kólestról: 72 mg
Kolvetni: 0
Salt: 4,5 g

Aðrar upplýsingar

Kjötið er unnið og pakkað hjá Fjallalambi á Kópaskeri.
Innihald: Hólsfjallahangikjöt, tvíreykt veturgamalt hangilæri, úrbeinað.
Upprunaland: Ísland
Slátrað og unnið á Íslandi.
Alið í N-Þingeyjasýslu
Framleiðandi: Fjallalamb, Röndinni 3, 670 Kópaskeri
Sláturhús: Fjallalamb á Kópaskeri
Söluaðili: Matfélagið ehf. – Matland.is

Frekari upplýsingar

Úrbeinað hangilæri

1626 g, 1680 g, 1756 g, 1770 g, 1900 g, 2410 g, 2690 g, 2730 g, 2840 g, 2890 g, 3040 g, 3180 g

Þér gæti einnig líkað við…